Þetta er visst vandamál, en líka tækifæri.

Hátt matvælaverð er slæmt, fyrir matvælakaupendur. En það er líka gott fyrir matvælaframleiðendur.

Nú hefur sú regla verið næstum gefin í hagfræði að matvælaverð fari sífellt lækkandi. Það verður sífellt ódýrara að framleiða mat, þarf færra fólk, þarsem betri tæki koma í staðinn, en fólk heldur samt áfram að borða bara svipað mikið, svo eftirspurn eykst ekki með lækkaða verðinu, nema að frekar litlu leyti.

Nú er samt eftirspurnin að breytast mjög, bæði vegna þess að fyrrum fátæk asíulönd, svosem Kína, eru að verða ríkari, og fólkið þar er farið að gera kröfu um meiri og betri mat, í alveg þónokkrum mæli (og er það fagnaðarefni).

Og svo eru það etanól-bílarnir. Helsti gallinn við það er hvað etanólið er niðurgreitt. Það veldur því að bændur græða á að skipta yfir í korn, og breyti í etanól. Þósvo t.d. etanól framleitt úr sykurreyr, eins og þeir framleiða það í Brazilíu, sé bæði praktískara og mengi minna.

Hér kemur svo ástæðan fyrir því að þetta er ekki bara vandamál, heldur líka gullið tækifæri, ef rétt er úr spilað. Í fyrsta lagi fara um 70% af útgjöldum evrópusambandsins í að verna landbúnaðinn í þeim löndum á einn eða annan hátt. Þeir eru með styrki og niðurgreiðslur til bænda, og háa verndartolla.

Hækkað matarverð þýðir að sjálfsögðu að það er hægt að lækka þessa vernd, án þess að það komi illa niður á landbúnaðnum. Hann er jú að fá meira fyrir framleiðsluna sína ef verðið hækkar.

 Hitt er að landbúnaður er helsti atvinnuvegurinn í mörgum þróunarlöndum. Svo þessi þróun hjálpar þeim á besta mögulega háttinn.

 Það sem vestræn ríki ættu að gera er að lækka verndartolla sína, og leyfa ódýrari matvöru frá afríku að lækka matarverð, þeir græða á að selja okkur það, og við græðum á að kaupa það ódýrara af þeim en það myndi kosta að framleiða það hjá okkur. (sem er einmitt grunnurinn í alþjóðahagfræði, sá á að stunda framleiðsluna sem ber minnstan fórnarkostnað af að gera það).

Einnig ættum við ekki að niðurgreiða etanól, það skekkir myndina og leyfir frekar ópraktísku eldsneyti að ryðja sér til rúms, meira en það hefur burði til, á kostnað skattborgara, og matarkaupenda.

Að lokum þarf að endurskoða hvernig fátækt fólki í borgum, sérstaklega í þróunarríkjum, sem er hópurinn sem að öllu jöfnu kemur verst út úr þessu (þau eru fátæk, búa í þróunarlandi, og eru ekki að græða beint á aukna matarverðinu þarsem þau eru ekki bændur) er hjálpað. Besta leiðin er að mínu mati að lækka álögur á matvæli, hækka skattleysismörk og mögulega skoða einhverjar aðrar leiðir til að forða hungursneyð. (það er nóg af fólki sem vill framleiða matinn, og nóg af fólki sem vill kaupa hann, þetta er bara spurning um tæknileg atriði, ef viljinn er fyrir hendi)

Ég er bjartsýnn, þetta gæti verið vogarstöngin sem þarf til að breyta fáránlegri landbúnaðarstefnu evrópusambandsins, lækka verndartolla á mat, og gera Afríku kleyft að grafa sig upp úr vesældinni að miklu leyti af eigin rammleik.

 En það veltur náttúrlega allt á því að stjórnmálamenn séu framsýnir og klókir.


mbl.is Matvælaverð aldrei hærra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Lárusson

Þú ættir kannski að skoða Sigmund myndina í Mogganum um daginn.  Af refnum að elta skottið á sjálfum sér.  Öðrum megin var vextir, hinum megin verðbólga.  Það má skipta um tákn á refnum, í umhverfisvernd/orkuþörf  öðru megin, í þrælkun/sultur hinum megin.   Framleiðslu fátækra bænda í Afríku verður bara enn betur rænt, en áður.   Fyrst af öllu, þarf að komast á stöðugt pólitískt ástand, í fátækum löndum Afríku, áður en nokkur þróun í átt til bættra lífskjara almennings getur átt sér stað.

Njörður Lárusson, 18.12.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband