Algjörlega óþolandi.

Ég skil það alveg að bílstjórar geti verið ósáttir, en þá geta þeir bara farið í mótmælagöngu niður að Alþingishúsinu, eða farið í verkfall, eða eitthvað annað. Þeir hafa engann rétt á að lama allar samgöngur sem þeim dettur í hug til að berjast fyrir sínum sérhagsmunum.

 Þetta er eins og ósáttir bankastarfsmenn færu að loka reikningum viðskiptavina til að mótmæla stefnu stjórnvalda, eða ef starfsmenn í matvöruverslunum settu bara útrunnar vörur í hillurnar í mótmælaskyni.

 

Það er eitt að tjá óánægju sína, annað að fara og gera fólki sem hefur ekkert gert á manns hlut lífið leitt.

Ég í raun skil ekki hvernig Íslendingar geta látið svona óstjórnlega frekju og eigingirni yfir sig ganga.


mbl.is Handalögmál í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Og hvaða rugl er það svo að fara ekki eftir fyrirmælum Lögreglu. Menn að mæta seint í vinnu og skóla útaf þessu rugli. 

Úlfur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:31

2 identicon

Öll mótmæli eru góð mótmæli en COME ON!!

Hvernig ætli þessum gaurum fyndist ef einhver fjölskyldumeðlimur þeirra myndi deyja í sjúkrabíl af því að hann kæmist ekki á spítalann í tæka tíð vegna mótmæla?

Sóldís (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:48

3 identicon

Hey "comon" þeir vekja þá allavega athygli !! Þið ættuð að vera þakklát að það er e-r sem stendur upp og gerir e-ð meðan þið sitjið heima vælandi!

gott að fólk mæti seint í vinnu það vekur athygli og vinnuveitendur farað láta í sér heyra !!

það þarf að gera e-ð í þessu ekki hægt að láta fara svona með okkur endalaust þetta verð er ekki sæmandi neinum manni hvað þá á þessum tímum þegar fjölskyldur sem skulda e-r milljónir skulda nú enn meira !

Ef það er e-ð sem er algerlega óþolandi þá er það að eiga ekki efni á bensín til að komast í vinnu daglega !!

Alveg róleg sóldís helduru að þeir séu það heimskir að færa ekki bílana ef það heyrðist í sjúkrabíl ???? Þeir eru að reynað hjálpa fjölskyldum sem eiga ekki efni á að sækja krakkana sína á æfingu eða heimsækja fjölskyldumeðlimi útá landi útaf þessu ruglverði !

ég skil ekki hvernig þið getið kvartað undan þeim einu sem eru einitt EKKI að LEYFA að láta ganga yfir sig !!

betra er að mótmæla hátt og heimskulega en að röfla heima

ÁsaBjörk (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 00:45

4 identicon

Það er akkuratt svona fólk eins og þú sem eyðileggja móralinn í þjóðélaginu og láta bara vaða yfir sig á skítugum skónum !! Loksins þegar einhverjir standa upp og berja í borðið og segja nú er nóg komið þá geta koma svona væluskjóður og væla yfir því að það sé verið að berjast fyrir réttlæti í þessu guðsvolaða landi sem við búum í gerir þú þér grein fyrir því að við búum í einu af 5 dýrustu löndum heims og höfum örugglega hrapað í eitt af 3 dýrustu löndum heims !! Hér á höfuðborgarsvæðinu er fasteignaverð allt allt of hátt lántökugjald og vextir út úr kú, leiguverð allt of hátt, unga fólkið getur ekki fótað sig hér og ekki þýðir að flytja út á land því atvinnumöguleikar eru af skornum skammti þar ! Svo er náttúrulega olíu og bensínverð of hátt, krónan allt of fallvölt, matur, föt og bara allt sem við þurfum nauðsynlega að nota er of dýrt og launin of lág hjá þorra þjóðarinnar!! Ég er svo innilega sammála henni Ásu Björk "betra er að mótmæla hátt og heimskulega en að röfla heima"

Skvettan er 4 barna móðir amma gift trukkabílstjóra sem þarf að borga allt of mikið til ríkisins til að halda sínum rekstri gangandi !!

Held að hagfræðineminn ætti að kynna sér þetta áður en hann opnar skoltinn !!

skvettan (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:10

5 identicon

Betra að mótmæla heimskulega og hátt en ekkert? Hvaðan færðu það?

Það er viss stefnuákvörðun að hafa bensínverð hátt, það hvetur til þess að fólk noti sparneytnari bíla, eða bíla sem ganga ekki fyrir bensíni. Fyrir utan nú það að ríkið hefur ekki verið að auka álögur á eldsneyti heldur þvert á móti hefur verið að stíga fyrstu skrefin í átt að því að lækka þær álögur. Það er gert ráð fyrir því að þeir sem standa í rekstri sem krefst eldsneytisnotkunar hafi verð til sinna neytenda þannig að reksturinn standi undir sér, það ætti a.m.k. að bitna jafnt á öllum sem selja slíka þjónustu.

 Hátt eldsneytisverð núna er fyrst og fremst vegna þess að heimsmarkaðsverð á olíu hefur rokið upp, og er sú þróun algjörlega úr höndum íslenskra ráðamanna. En það er meðal annars þess vegna sem talað hefur verið um að minnka álögur, til að draga úr þeim skell sem heimsmarkaðsverðshækkunin hefur verið.

 Svo er ekki að hjálpa að krónan er að missa verðgildi, það er í fyrsta lagi vegna óábyrgrar og áhættusamrar skuldsetningar íslenskra banka, aðallega erlendis, en einnig eru heimilin skuldsett langt umfram það sem skynsamlegt getur talist. Bætum svo á það að óprúttnir aðillar sem sjá veikleikamerki, eða skotstað á íslenska hagkerfinu gerðu það beinlínis að markmiði sínu að keyra það endanlega ofan í jörðina.

Af öllu þessu hlýtur að sjást að þetta vandamál er miklu miklu flóknara en svo að það sé hægt að breyta því með mótmælum, sama hversu hávær eða heimskuleg þau eru. Það er engin augljós töfralausn sem þarf bara að sannfæra ríkisstjórnina um að beita.

Vissulega geta þeir breytt lögum um hvíldartíma, enda er það allt annar póll í þessari umræðu. Og þeir geta dregið úr eldsneytisálögum. En þeir geta ekki fjarlægt undirliggjandi orsakir fyrir núverandi efnahagsástandi með því að veifa galdrasprota.

Andrés (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:31

6 identicon

Nei, en þetta er miklu meira en verkfall. Ekki nóg með að bílstjórarnir séu ekki að vinna sína vinnu, þeir eru að hindra aðra í því líka.

 Kennarar fara iðulega í verkfall, og vissulega bitnar það á fólki, en það væri samt annað og meira ef segjum, kennarar mættu áfram í vinnuna en tækju sig saman um að kenna eintóma vitleysu. Eða ef þeir færu allir á bílunum sínum og legðu þeim úti á götu til að stöðva umferð, svo dæmi sé tekið.

Bílstjórarnir eru nefnilega að taka töluvert stærra skref en að neita að vinna sína vinnu. Þeir virða heldur ekki tilmæli lögreglu, þeir láta ekki vita fyrirfram svo sjúkrabílar og önnur neyðarþjónusta geti skipulagt sig um aðra vegi. Þú getur ekki borið þetta saman við kennaraverkfall og látið eins og þetta sé bara sami hluturinn. Það verða ekki handalögmál við kennara í verkfalli, og kennarar í verkfalli eru ekki að stöðva umferð neyðarbíla, þeir eru bara ekki að mæta í vinnuna.

Andrés (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband