Sumir vita ekki hvað orðið 'andhetja' þýðir.

Andhetja er ekki bófi, illmenni eða morðingi, heldur hetja sem uppfyllir ekki staðalmynd hetjunnar. Í íslenskum bókmenntum er þetta kallað dökk hetja.

Skarphéðinn Njálsson úr Njálu var andhetja, Batman er andhetja.

 

William Zantzinger var hinsvegar bara morðingi og hrotti og einskis konar hetja.


mbl.is Andhetja Dylans látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skarphéðinn og Batman voru hetjur, ekki andhetjur.  Andhetja er venjulegt fólk sem lendir í óvenjulegri aðstöðu og setur hagsmuni heildarinnar ofan sínum eigin. Frodo er hin típíska andhetja.  En það er dæmigert fyrir gæði blaðamennsku á mbl.is að halda að drullusokkurinn og ógeðið Zantzinger hafi verið andhetja, ekki veit ég hvar þessir hvolpar fá sína þekkingu, varla frá viti bornu fólki.  Lagið um Hattie  er annars eitt af fjölmörgum snilldarverkum Dylans.  Gott að helvítið sé loksins dautt, síðbúið réttlæti en réttlæti að lokum.

bjarni (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 02:35

2 Smámynd: Páll Jónsson

Ég held að útskýring Andrésar hafi verið öllu nær því en hjá þér Bjarni, a.m.k. ef andhetja er sambærilegt hugtak og "anti-hero".

Páll Jónsson, 13.1.2009 kl. 21:01

3 Smámynd: Alexandra Briem

Ójá, Andrés Önd er náttúrulega andhetja líka.

Alexandra Briem, 23.1.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband