Þetta gengur nú út yfir allan þjófabálk.

"Við erum að sprengja ykkur, en trúið mér, það er ykkur fyrir bestu"

Eru menn búnir að gleyma því að þarna býr saklaust fólk?

Eru menn búnir að gleyma því að þarna er lýðræðislega kjörin stjórn?

Eru menn almennt búnir að gleyma því að Palestínumenn eru manneskjur?


mbl.is Livni: Hernaður þjónar hagsmunum beggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Lýðræðislega kjörin stjórn? Já jú, en hennar fyrsta verk var nú að brytja niður obbann af pólitískum andstæðingum sínum á svæðinu.

Mannréttindadómstóll Evrópu felldi árið 2001 dóm um að réttmætt hafi verið hjá Tyrkjum að banna stjórnmálaflokkinn Refah Partisi (sem á þeim tíma var stærsti flokkur landsins á grundvelli lýðræðislegrar kosningu) þar sem forystumenn hans hafi mælt fyrir ofbeldi og stefnumál hans verið ósamrýmanleg lýðræðislegu þjóðskipulagi.

Ég get því ekki sagt að ég sé stórhneykslaður yfir því að ekki sé viðurkennd stjórn Hamas, miðað við þá var Refah Partisi eins og skátasamkoma.

Að öðru leyti veit ég ekki hvað Livni er að reykja en ég vill fá hit af því. Styrkir árásin stöðu hófsamra afla á svæðinu? Hah! Einmitt, það er nefnilega ekki eins og nú hafi orðið til nánast botnlaus brunnur af reiði meðal almennings sem öfgasamtök geta nýtt sér, fjarri því.

Páll Jónsson, 13.1.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband