Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Berja Tæknifólk?

Er þetta eitthvað lélegt grín? Er það svona sem við ætlum að vera sem þjóðfélag?

 

Ég er eiginlega orðlaus, mér finnst þetta svo fáránlegt.

 

Blogga kannski meira um þetta síðar. En ég er sammála Sigmundi Erni, þetta er náttúrulega langt út fyrir öll mörk.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfull er þessi Guð hörundssár.

Fyndið að sumir þykjast ekki bara vita að Guð sé til, heldur telja þeir líka að þeir þekki skoðanir hans og tilfinningar, og telja sig þurfa að stökkva í vörn fyrir hann við minnsta tilefni.

 

Maður myndi ætla að almáttugur Guð gæti a) barist sína bardaga sjálfur og b) mögulega verið hafinn yfir mannlega breyskleika eins og að vera hörundssár og móðgunargjarn.

 

Ég þurfti bara að vera pirraður yfir þessu fólki aðeins, hef í raun ekkert merkilegt að segja.


mbl.is Madonna sökuð um að móðga guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonum hið besta.

Mikið vona ég að þessir fáu og æstu skemmi ekki fyrir hinum.

Ég skil gremju þeirra svosem vel, og mér finnst Davíð þurfa að víkja. En þetta má ekki vera eina leiðin til að koma þeim skilaboðum áfram.

 

Þetta setur stjórnvöld í þá stöðu að þurfa annaðhvort að sitja sem fastast við sinn keip, jafnvel þósvo það sé augljóst að sumt þurfi að breytast, eða að láta undan, og gefa þarmeð þau skilaboð að ef 50-100 manns eru nógu frekir og ganga nógu langt, þá fái þeir það sem þeir vilja. Að þetta sé leiðin til að knýja fram breytingar.

Ég trúi ekki öðru en að öllum sé ljóst að það þarf mannaskiptingar, bæði í Seðlabanka og Ríkisstjórn. Ég held að meira að segja ríkisstjórninni sé þetta ljóst....þó þeir geti ekki rætt það. Það er eina leiðin til að endurbyggja einhverskonar traust, bæði milli almennings og stjórnvalda, og milli Íslands og umheimsins. Það eina sem menn greinir á um er nákvæmlega hvenær og með hvaða hætti slíkt getur átt sér stað.

Því minna sem ríkisstjórnarflokkarnir koma til móts við sanngjarnar kröfur almennings, því meira munu þeir fá að finna fyrir því þegar að kosningum kemur.

 

En við eigum ekki að brjótast til inngöngu í stofnanir og reyna að þrýsta vilja okkar áfram með valdi...að minnsta kosti ekki fyrr en algjörlega er útséð um það að breytingar fáist alls ekki öðruvísi.

 

Stundum þarf almenningur að rísa upp gegn ríkisvaldinu og steypa því af stóli með öllum tiltækum ráðum. Sá tími er þó langtífrá runninn upp á Íslandi. Þess gerist ekki enn þörf að við þurfum að yfirgefa grundvallar skipulag okkar lýðræðis og beita hnefavaldinu. Og ég trúi ekki að við Íslendingar séum þessháttar þjóð að þess eigi að þurfa.


mbl.is Reynt að fá fólk út með góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband