Er Ísland mömmuríki?

Er það málið að ríkisstjórnin eigi að passa okkur ómálga vesalingana fyrir sjálfum okkur?

 Viljum við búa í ríki þarsem einhverjir kallar setjast niður og ákveða hvernig lífi sé sniðugt að lifa, og setji svo einokanir og skatta til þess að gera það erfitt og dýrt að lifa öðruvísi?

 Það er eitt að átta sig á því að óhófleg áfengisdrykkja sé til langs tíma litið dýrt spaug, þjóðhagslega séð, og vilja draga úr þeim vanda. En að ganga svo langt að leggja gífurlegar álögur á annars löglegan varning, og banna öðrum en ríkinu að selja hann, vegna þess að maður vilji gera fólki svolítið erfitt fyrir að nálgast hann. Nú var ég svona frekar hliðhollur sjálfstæðiðmönnum í síðustu borgarstjórnarkosningum, fannst gott að losna við R-Listann og fannst gaman að fá nýtt blóð í borgina. En eftir að sjá hversu firrtur Vilhjálmur var að sumu leiti, eins og að vilja banna okkur að kaupa bjórinn kaldann? Þetta er forsjárhyggja af tagi sem maður á frekar von á frá VG. Eftir þetta bras, þá get ég ekki sagt að ég gráti það mjög að sjá Vilhjálm fara úr borgarstjórasætinu...nb, ekki vegna þess að ég hafi verið svo ofboðslega sár að missa möguleikann á köldum bjór, heldur vegna þess að þetta atvik gaf vissa innsýn í hugarfar þessa manns. Innsýn sem mér fannst bara ansi fælandi.

 Hver kannast ekki við það að koma úr vinnunni eða skólanum klukkan 7 á föstudagskvöldi og einfaldlega geta hvergi komist í bjór fyrir kvöldið? Það er vegna þess að ríkið er að segja mér að það vilji helst ekki að ég sé að fá mér í glas. En svo lengi sem ég drekk ekki svona á hverjum degi og kem mér upp lifrarsjúkdómi, svo lengi sem ég er ekki með háreisti og læti niðri í bæ, svo lengi sem ég geng ekki um berjandi mann og annan í ölæði, svo lengi sem ég pissa ekki á stjórnarráðið, kemur það þeim þá nokkuð við hvað ég vil fá mér að drekka?

 Auðvitað eru menn sem gera þessa hluti, og eflaust liði öllum betur ef þeir drykkju minna. En að láta okkur öll lifa við alls kyns hömlur, vegna þess að það eru nokkrir inni á milli sem kunna ekki að fara með vín, er fáránlegt og ekki í samræmi við okkar frelsisviðmið að refsa öllum fyrir flónsku sumra.

Leyfum þeim búðum sem telja sig græða á því að selja bjór og vín...jafnvel sterkara. Auðvitað þyrftu þeir þá að hafa alla starfsmenn eldri en 20, og auðvitað þyrftu þeir að hafa strangara eftirlit gagnvart búðarhnupli og aldri kaupenda, og kostnaðurinn bara við það myndi hafa vissan fælingarmátt. En það er þannig sem markaðir virka. Vegur kostnaður þyngra en gróði?


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband