Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðillar eiga hrós skilið.

Þetta er búinn að vera einn af meira pirrandi dögum sem ég man eftir, en jafnframt einn af þeim sem minnir mig á hvað við höfum það gott að eiga svona góðar og skilvirkar sveitir sem koma til hjálpar.

 

Dagurinn minn byrjaði klukkan 2, eins og vill vera í jólafríum, þegar bróðir meðleigjanda míns, sem gisti hérna vakti mig með þeim fréttum að 'það væri eitthvað að íbúðinni minni'.

 

Þá var komið 1-2cm lag af vatni yfir alla íbúðina, eins og hún leggur sig. Og þó erum við ekki á jarðhæð. Kemur í ljós að svalirnar eru alveg gegnheil skál úr steypu, með bara einu niðurfalli. Þegar það stíflaðist safnaðist vatnið bara saman þartil það fór að flæða meðfram og í gegnum svalahurðina (sem þó var tryggilega lokuð). Þetta hélt svo áfram í 7-8 tíma, þartil allt var orðið fullt.

 

Við vorum reyndar alveg ljónheppnir að ekkert af rafmagnsvörum skemmdust í þessu, utan eitt fjöltengi, sem tókst einhvern vegin að bráðna i hálfgert mauk. Og svo skemmdist eitthvað af bókum.

 

En fyrstu viðbrögð, eftir að bjarga raftækjum, voru að hringja í slökkviliðið, og eftir ekki svo langa stund (það var jú mjög mikið að gera) komu þeir með dælu og sköfur (það er ekkert niðurfall í íbúðinni, komumst við að) og eftir svona klukkutíma moð, var mesta vatnið farið. Það sem er eftir er mestmegnis skúringavinna.

 

Okkur reiknast til að það hafi verið rúmir 800 lítrar inni í íbúðinni þegar mest var, alveg ótrúlegt.

 

Að lokum langar mig að þakka slökkiliðinu fyrir skjót og góð viðbrögð, og tilnefna arkitektinn bakvið Neshaga 5, 7 og 9 til einhvers konar aula-verðlauna.


mbl.is Yfir 220 útköllum sinnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þekki engan útlending sem hefur dáðst að þessum húsum.

Yfirleitt þá líkar þeim við Reykjavík 'þrátt fyrir' húsakostinn í miðborginni.

 Og hverjum datt í hug að það ætti að varðveita hús, eingöngu af því þau eru gömul? Allt er hluti af sögunni, þú getur ekki mögulega varðveitt allt sem er hluti af sögunni og neitað að leyfa því að breytast. Mikið af gömlu húsunum í Reykjavík ber helst merki um sögu í lélegri kunnáttu og lélegum efniviði. Eins og skemmur sem fólk ákvað að búa í. Auðvitað eru mörg falleg hús líka, og hús sem raunverulega höfu áhrif á framvindu íslandssögunnar. Og eftir atvikum má varðveita þau, annaðhvort þarsem þau eru, ef það er praktískt, eða í árbæjarsafni eða á viðlíka stað.

Mér finnst það bara alveg fáránleg afturhaldssemi að vilja varðveita heilar götur eða jafnvel byggðarkjarna 'í núverandi mynd' helst um alla eilífð.

Er það eitthvert grín? Hver vill, raunverulega, laugaveg fullan af 18. aldar skemmum langt inn í 21. öldina? Þau eru gömul, úr sér farin, og í ógnarmörgum tilfellum ljót (amk að mínu mati).

Besta leiðin til að bjarga miðbænum er að varðveita einungis þá hluta af honum sem eru þess virði, og sóma sér vel í nútíma borg, en endurbyggja restina, þétta byggð, gera fallegri og rúmbetri húsnæði, bæði til íbúðar og verslanna eða fyrirtækjareksturs.

 Það er svo annað, hafið þið prófað að ganga um í gömlu húsi, maður rekst alls staðar uppundir loftið, og stutt á milli veggja.

Tækninni hefur fleygt fram síðan miðborg Reykjavíkur var byggð og við erum margfalt ríkari en við vorum þá. Af hverju í dauðanum ættum við að rembast við að halda áfram að búa í, eða hafa í kringum okkur kofa sem forfeður okkar reistu af litlum efnum, og úr litlum efnum?


mbl.is Rætt um niðurrif í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er visst vandamál, en líka tækifæri.

Hátt matvælaverð er slæmt, fyrir matvælakaupendur. En það er líka gott fyrir matvælaframleiðendur.

Nú hefur sú regla verið næstum gefin í hagfræði að matvælaverð fari sífellt lækkandi. Það verður sífellt ódýrara að framleiða mat, þarf færra fólk, þarsem betri tæki koma í staðinn, en fólk heldur samt áfram að borða bara svipað mikið, svo eftirspurn eykst ekki með lækkaða verðinu, nema að frekar litlu leyti.

Nú er samt eftirspurnin að breytast mjög, bæði vegna þess að fyrrum fátæk asíulönd, svosem Kína, eru að verða ríkari, og fólkið þar er farið að gera kröfu um meiri og betri mat, í alveg þónokkrum mæli (og er það fagnaðarefni).

Og svo eru það etanól-bílarnir. Helsti gallinn við það er hvað etanólið er niðurgreitt. Það veldur því að bændur græða á að skipta yfir í korn, og breyti í etanól. Þósvo t.d. etanól framleitt úr sykurreyr, eins og þeir framleiða það í Brazilíu, sé bæði praktískara og mengi minna.

Hér kemur svo ástæðan fyrir því að þetta er ekki bara vandamál, heldur líka gullið tækifæri, ef rétt er úr spilað. Í fyrsta lagi fara um 70% af útgjöldum evrópusambandsins í að verna landbúnaðinn í þeim löndum á einn eða annan hátt. Þeir eru með styrki og niðurgreiðslur til bænda, og háa verndartolla.

Hækkað matarverð þýðir að sjálfsögðu að það er hægt að lækka þessa vernd, án þess að það komi illa niður á landbúnaðnum. Hann er jú að fá meira fyrir framleiðsluna sína ef verðið hækkar.

 Hitt er að landbúnaður er helsti atvinnuvegurinn í mörgum þróunarlöndum. Svo þessi þróun hjálpar þeim á besta mögulega háttinn.

 Það sem vestræn ríki ættu að gera er að lækka verndartolla sína, og leyfa ódýrari matvöru frá afríku að lækka matarverð, þeir græða á að selja okkur það, og við græðum á að kaupa það ódýrara af þeim en það myndi kosta að framleiða það hjá okkur. (sem er einmitt grunnurinn í alþjóðahagfræði, sá á að stunda framleiðsluna sem ber minnstan fórnarkostnað af að gera það).

Einnig ættum við ekki að niðurgreiða etanól, það skekkir myndina og leyfir frekar ópraktísku eldsneyti að ryðja sér til rúms, meira en það hefur burði til, á kostnað skattborgara, og matarkaupenda.

Að lokum þarf að endurskoða hvernig fátækt fólki í borgum, sérstaklega í þróunarríkjum, sem er hópurinn sem að öllu jöfnu kemur verst út úr þessu (þau eru fátæk, búa í þróunarlandi, og eru ekki að græða beint á aukna matarverðinu þarsem þau eru ekki bændur) er hjálpað. Besta leiðin er að mínu mati að lækka álögur á matvæli, hækka skattleysismörk og mögulega skoða einhverjar aðrar leiðir til að forða hungursneyð. (það er nóg af fólki sem vill framleiða matinn, og nóg af fólki sem vill kaupa hann, þetta er bara spurning um tæknileg atriði, ef viljinn er fyrir hendi)

Ég er bjartsýnn, þetta gæti verið vogarstöngin sem þarf til að breyta fáránlegri landbúnaðarstefnu evrópusambandsins, lækka verndartolla á mat, og gera Afríku kleyft að grafa sig upp úr vesældinni að miklu leyti af eigin rammleik.

 En það veltur náttúrlega allt á því að stjórnmálamenn séu framsýnir og klókir.


mbl.is Matvælaverð aldrei hærra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ömurlegt

"Luck is my middle name. Mind you, my first name is Bad" 

Sagði Rincewind 'Galdramaður' í einni af bókum Pratchetts. Það er erfitt að láta sér detta í hug skemmtilegri, orðheppnari, fyndnari eða greindari rithöfund en Terry Pratchett. Að svona maður skuli fá Alzheimers sjúkdóminn er alveg ótrúlega sorglegt. Vissulega er það reyndar sorglegt þegar hver sem er fær þennan sjúkdóm. Ég hef unnið á sjúkradeild fyrir lengra komna alzheimer sjúklinga, og ég segi hiklaust að ég myndi frekar fara í bað með píranafiskum en að upplifa þennan sjúkdóm sjálfur. Eitt af fáu tilfellunum þarsem sjálfsmorð myndi vera fullkomlega skiljanlegt.

Hann skrifar bæði fyndnar bækur í stýl sem hæðist að fantasíubókmenntum, en eru samt svakalega áleitnar og djúpt hugsaðar, á sama tíma og þær eru bráð-fyndnar. Hann hefur líka skrifað nokkrar bráð alvarlegar sögur fullar af raunverulegum vísindum, ásamt Jack Cohen og Ian Stewart sem báðir eru frægir vísindamenn og skrifuðu meða annars bókina 'evolving the alien'. Ásamt Pratchett, sem taka að sér það verkefni að fjalla um eðli heimsins og eðli mannsins, á nótum sem allir geta skilið. Ég mæli með að allir lesi bækurnar 'Science of Discworld'. Það verður enginn heimskari á því.

 

Hér að lokum eru nokkrar góðar línur eftir hann

I'll be more enthusiastic about encouraging thinking outside the box when
there's evidence of any thinking going on inside it.
-Terry Pratchett

You can't make people happy by law. If you said to a bunch of average
people two hundred years ago "Would you be happy in a world where medical
care is widely available, houses are clean, the world's music and sights
and foods can be brought into your home at small cost, travelling even 100
miles is easy, childbirth is generally not fatal to mother or child, you
don't have to die of dental abcesses and you don't have to do what the
squire tells you" they'd think you were talking about the New Jerusalem and
say 'yes'.
-Terry Pratchett

I stroll along, talk, I sign books, people buy me drinks, I forget where my
hotel is, I get lost and fall into some local body of water... done it
hundreds of times.
        -- Going to a convention is fun!
           Terry Pratchett

 

He was trying to find some help in the ancient military journals of General
Tacticus, whose intelligent campaigning had been so successful that he'd
lent his very name to the detailed prosecution of martial endeavour, and
had actually found a section headed What to Do If One Army Occupies a
Well-fortified and Superior Ground and the Other Does Not, but since the
first sentence read "Endeavour to be the one inside" he'd rather lost
heart.
        -- (Terry Pratchett, Carpe Jugulum)

The vermine is a small black and white relative of the lemming, found in the cold Hublandish regions. Its skin is rare and highly valued, especially by the vermine itself; the selfish little bastard will do anything rather than let go of it.

--Terry Pratchett (Sourcery )

mbl.is Terry Pratchett með Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband