26.10.2007 | 08:51
Varla þurfti rannsókn til að segja okkur þetta.
Mér datt svona í hug að blogga einu sinni um eitthvað aðeins ópólitískara en venjulega.
En ég hef reyndar lengi velt því fyrir mér hvernig standi á því að það eru alveg nokkrar konur (og karlar líka...ég bara pæli minna í þeim) sem verða að einhverju voða kyntákni í sjónvarpi og fjölmiðlum, án þess að það sé neitt sérstaklega varið í þær, þær eru stundum allt of grannar (ekki það að ég hafi neitt á móti því að stelpur séu temmilega grannar, en ég þekki engan sem þykir beinagrindur sexí), eða almennt ólögulegar, eða bara svolítið ófríðar....a.m.k. eru ótal aðrar sem eru mun myndarlegri. Lengi vel var það Julia Roberts sem var svona staðalmyndin af konu sem enginn sá sólina fyrir og ég skildi ekki af hverju. Svo reyndar sá ég hana í Pretty Woman og fattaði að hún var mjög falleg hér áður fyrr, og menn sjá hana e.t.v. eitthvað í því ljósi ennþá.
En Sarah Jessica Parker, alveg er mér óskiljanlegt að hún hafi orðið að einhverju kyntákni. Það er svona eiginlega eins og það séu einhverjir kallar á einhverjum hollywood skrifstofum, sem hafa lesið bók um hvernig konur séu aðlaðandi og hafi svo valið leikkonur eða fyrirsætur útfá einhverju formúlublaði, án þess þó að hafa nokkurt náttúrulegt skynbragð fyrir því.
Minnir mig á gagnrýni sem ég las um teiknimyndasögu-teiknara sem lék lausum hala á 8. áratugnum. Einhver sagði að konurnar hans litu út eins og 'Hugmynd samkynhneigða mannsins um hvað gagnkynhneigðum þyki flott'. Ég geng nú kannski ekki svo langt, en þessar pælingar allavega gripu athygli mína hér í morgun, og mér datt í hug að deila þeim með hverjum sem vildi lesa.
Sarah Jessica Parker laus við kynþokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.