Það er náttúrulega eitthvað mikið að

Þegar það er ólöglegt að tala gegn ríkisstjórninni.

 

Síðustu ár hefur ríkisstjórn Pútíns fært sig sífellt lengra upp á skaptið, stjórnarandstaðan fær lítið sem ekkert aðgengi að fjölmiðlum (sem allir eru í eigu valdaklíku Pútíns, og flytja fréttirnar nákvæmlega eftir forskrift ríkisins), gervi stjórnarandstöðuflokkar eru stofnaðir til að skipta því litla fylgi sem stjórnarandstaðan þó fær, fjölmiðlamenn sem fylgja ekki ríkisforskriftinni hverfa í grunsamlegum aðstæðum sem enginn rannsakar.

 

En hvað getur maður svosem gert? Væri það rétt að gera eitthvað þó við gætum, þetta eru innanríkismál Rússlands.

 

En mér finnst samt að maður þurfi að vera meðvitaður um það að Rússland í dag er bara nokkur hænufet frá því að vera gamaldags einræðisríki.


mbl.is Dómur yfir Kasparov staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð færsla.

 Ég ætlaði að gera athugasemd við færslunni um Þjóðkirkjuna en var þar tjáð að skilafrestur athugasemda þar væri liðinn, svo ég ákvað að setja það hingað:

Addi, ég er að mörgu leyti sammála þér.

Samt einn punktur sem við ættum að íhuga. Má ekki líta á trúarlega stofnun sem hluta af almenningsþjónustu á svipaðan hátt og almenningssamgöngur, bókasöfn og grunnskólar? Undarleg pæling, kannski.

En það er visst sjónarmið að almenningur eigi að hafa þann möguleika að  geta farið í messu, talað við prestinn sinn og iðkað trú sína á annan hátt án þess að þurfa að borga fyrir það.

Burtséð frá persónulegum trúarskoðunum okkar hljótum við að geta verið sammála um að trú er mikilvægur hluti af lífi margra og fyrir þá og aðra sem sækja í messur og athafnir af öðrum ástæðum gæti þetta talist mikilvæg þjónusta sem ekki á að takmarkast við þá sem geta leyft sér að eyða pening (hugsanlega miklum pening) í það.

Fyrir utan það að prestar, kirkjur og annað sem heldur kirkjunni upp á Íslandi mundi líklega hverfa af mörgum landssvæðum og/eða verða mun fátíðara vegna þess að það stæði ekki undir sér fjárhagslega, frekar en strætókerfið.

Þá mundu þeir sem eru trúaðir kannski ekki einu sinni geta fengið þessa þjónustu gegn gjaldi 

Ofangreind pæling er burtséð frá um hvaða trúarbrögð er að ræða. Svo má benda á ýmsa hluti sem mættu betur fara í þessu fyrirkomulagi hér á landi.

En ef við sættumst á pælinguna, sem þú gerir örugglega ekki og ég er ekki viss um að ég geri sjálfur, hlýtur að þykja eðlilegast að lúthersk kristni verði fyrir valinu þar sem langhæst hlutfall trúaðra Íslendinga eru þeirrar trúar.

Þó viiiiiiissulega sé hægt að spurja í því samhengi hvort komi á undan, eggið eða hænan.

Viktor (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband