Ég þekki engan útlending sem hefur dáðst að þessum húsum.

Yfirleitt þá líkar þeim við Reykjavík 'þrátt fyrir' húsakostinn í miðborginni.

 Og hverjum datt í hug að það ætti að varðveita hús, eingöngu af því þau eru gömul? Allt er hluti af sögunni, þú getur ekki mögulega varðveitt allt sem er hluti af sögunni og neitað að leyfa því að breytast. Mikið af gömlu húsunum í Reykjavík ber helst merki um sögu í lélegri kunnáttu og lélegum efniviði. Eins og skemmur sem fólk ákvað að búa í. Auðvitað eru mörg falleg hús líka, og hús sem raunverulega höfu áhrif á framvindu íslandssögunnar. Og eftir atvikum má varðveita þau, annaðhvort þarsem þau eru, ef það er praktískt, eða í árbæjarsafni eða á viðlíka stað.

Mér finnst það bara alveg fáránleg afturhaldssemi að vilja varðveita heilar götur eða jafnvel byggðarkjarna 'í núverandi mynd' helst um alla eilífð.

Er það eitthvert grín? Hver vill, raunverulega, laugaveg fullan af 18. aldar skemmum langt inn í 21. öldina? Þau eru gömul, úr sér farin, og í ógnarmörgum tilfellum ljót (amk að mínu mati).

Besta leiðin til að bjarga miðbænum er að varðveita einungis þá hluta af honum sem eru þess virði, og sóma sér vel í nútíma borg, en endurbyggja restina, þétta byggð, gera fallegri og rúmbetri húsnæði, bæði til íbúðar og verslanna eða fyrirtækjareksturs.

 Það er svo annað, hafið þið prófað að ganga um í gömlu húsi, maður rekst alls staðar uppundir loftið, og stutt á milli veggja.

Tækninni hefur fleygt fram síðan miðborg Reykjavíkur var byggð og við erum margfalt ríkari en við vorum þá. Af hverju í dauðanum ættum við að rembast við að halda áfram að búa í, eða hafa í kringum okkur kofa sem forfeður okkar reistu af litlum efnum, og úr litlum efnum?


mbl.is Rætt um niðurrif í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló! Ert þú sonur verktakans sem ætlar að rústa menningararfi okkar?

Ég hef unnið í móttöku á hóteli í miðborginni ansi lengi og 90% allra ferðamanna sem fara þar í gegn dást að því hvað miðbærinn okkar er sjarmerandi og hlýlegur og tjá sig um það! Annars finnst mér það ekki skipta máli hvað útlendingum finnst um bæinn okkar, þeir þurfa ekki að búa hér. En mér finnst hrikalegt hvað peningagráðugir milljarðamæringar hér eru samviskulausir þegar kemur að verðmætum menningararfi. Er þessi ríkisstjórn að tapa sér??? Það væri nær að milljörðunum sem nota á í að rífa niður og endurbyggja, væru notaðir í að gera gömlu húsin upp!!!

ragnhildur ragnarsd

barajeg@yahoo.co.uk (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:33

2 identicon

Hverjum skyldi hafa dottið það í hug að varðveita þessi mjóu, ópraktísku og ljótu (að mati sumra) hús í Amsterdam bara vegna þess að þau eru gömul?

 mynd

Eða þá þessi í Köln?

mynd

Viljum við rífa niður allt sem setur einhvern svip á borgina og vera bara alveg eins og allar aðrar borgir (að öllu öðru leyti en því að aðrar borgir hafa gömul hverfi sem þau varðveita vegna þess að þau setja svip á borgina)? 

Kristinn (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Alexandra Briem

Ertu að grínast Ragnhildur?

Ertu virkilega búinn að missa svo mikið jarðsamband að þú trúir því ekki að neinn geti raunverulega verið ósammála þér nema eiga persónulegra hagsmuna að gæta, eða eiga foreldra sem eiga það?

Bara svo það komi fram þá er ég ekki skyldur neinum sem varðar nokkuð um þessar hugsanlegu framkvæmdir fjárhagslega, efast um að ég þekki einu sinni neinn sem hefur hagsmuni af þessu. 

 Og Kristinn, ég sagði sérstaklega að ef hús eru virkilega að sóma sér, standa tímans tönn og eru falleg, þá er ekkert að því að halda þeim við og leyfa þeim að vera.

Það sem ég er að mótmæla er þessi einbeitti vilji til að varðveita öll hús, bara afþví þau eru gömul, í þeim tilgangi að halda miðbænum sem mest eins og hann var í gamla daga. Mér finnst það ekkert sérstaklega eftirsóknarvert í sjálfu sér.

 Flest þessara húsa eiga svipað erindi í að kallast menningararfur og klósettpappír á í að flokkast með handritunum.

En ég tek aftur fram að auðvitað eru einstaka hús sem á að vernda. En ekki öll ásýnd miðbæjarins eins og hún leggur sig, það er út í hött.

Alexandra Briem, 19.12.2007 kl. 12:35

4 identicon

Mikið er ég innilega sammála þér kæri frændi. Allt of fáir þora að tjá sig gegn þessu mótmælaliði, sem að mínu mati beinlínis þrífst á því að mótmæla. Nánast sama hver málaflokkurinn er.
Auðvitað ber að varðveita hús sem eru borgarprýði, vel við haldin og þau sem hafa ótvírætt menningar- og sögulegt gildi. En megnið af þessum kofum er ónýtt, illa við haldin, eldsmatur og stórhættulegir umhverfinu.
Hvað með gömlu torfbæina? Átti að varðveita þá alla, sama hversu ljótir og óíbúðarhæfir þeir voru? Hver mundi nenna að hafa slík hrúgöld fyrir augunum út um sveitir landsins? Fínt að hafa fáeina sem söfn. Hvað gamla húsagerðarlist snertir stendur Árbæjarsafnið vel fyrir sínu og fínt að skreppa þangað og skoða gamla arfleið.
Vona að miðbærinn verði í framtíðinni fallegur, vel skipulagður og vistvænn fyrir íbúa og gesti.
Gleiðileg jól.

Agga (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 10:00

5 identicon

Afsakið kveðjan átti auðvitað að vera GLEÐILEG JÓL

Agga (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband