30.12.2007 | 18:51
Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðillar eiga hrós skilið.
Þetta er búinn að vera einn af meira pirrandi dögum sem ég man eftir, en jafnframt einn af þeim sem minnir mig á hvað við höfum það gott að eiga svona góðar og skilvirkar sveitir sem koma til hjálpar.
Dagurinn minn byrjaði klukkan 2, eins og vill vera í jólafríum, þegar bróðir meðleigjanda míns, sem gisti hérna vakti mig með þeim fréttum að 'það væri eitthvað að íbúðinni minni'.
Þá var komið 1-2cm lag af vatni yfir alla íbúðina, eins og hún leggur sig. Og þó erum við ekki á jarðhæð. Kemur í ljós að svalirnar eru alveg gegnheil skál úr steypu, með bara einu niðurfalli. Þegar það stíflaðist safnaðist vatnið bara saman þartil það fór að flæða meðfram og í gegnum svalahurðina (sem þó var tryggilega lokuð). Þetta hélt svo áfram í 7-8 tíma, þartil allt var orðið fullt.
Við vorum reyndar alveg ljónheppnir að ekkert af rafmagnsvörum skemmdust í þessu, utan eitt fjöltengi, sem tókst einhvern vegin að bráðna i hálfgert mauk. Og svo skemmdist eitthvað af bókum.
En fyrstu viðbrögð, eftir að bjarga raftækjum, voru að hringja í slökkviliðið, og eftir ekki svo langa stund (það var jú mjög mikið að gera) komu þeir með dælu og sköfur (það er ekkert niðurfall í íbúðinni, komumst við að) og eftir svona klukkutíma moð, var mesta vatnið farið. Það sem er eftir er mestmegnis skúringavinna.
Okkur reiknast til að það hafi verið rúmir 800 lítrar inni í íbúðinni þegar mest var, alveg ótrúlegt.
Að lokum langar mig að þakka slökkiliðinu fyrir skjót og góð viðbrögð, og tilnefna arkitektinn bakvið Neshaga 5, 7 og 9 til einhvers konar aula-verðlauna.
Yfir 220 útköllum sinnt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
gott þetta fór vel. spurning kannnski að græja svalinar, svo yfirfallsvatn fari ekki inn ti þín.
Brjánn Guðjónsson, 30.12.2007 kl. 19:41
skemmtileg verðlaun. aulaverðlaun.
það er ansi oft sem litlu atriðin gleymast. atriði sem skipta síðan ansi miklu máli eins og þetta með svalirnar þínar
gísli.r
www.aflafrettir.com
Gísli r (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 20:18
vá... gott að þetta reddaðist. :/
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 30.12.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.