25.7.2008 | 10:03
Mikið er maður kominn með upp í kok
Af þessu Saving Iceland dæmi.
Við Íslendingar erum fullfærir um að bjarga sjálfir því sem við viljum bjarga. Við erum ekki smákrakkar sem þurfum að fá athyglissjúka öfgamenn utan úr löndum til að segja okkur hvernig á að haga hlutum hér.
Sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa augljóslega engan áhuga á að ræða málin, eins og sjá má af atferli þeirra gagnvart Friðrik Sophussyni í morgun.
Ef við ákveðum að við viljum ekki fleiri virkjanir, eða viljum ekki meiri iðnað, þá einfaldlega kjósum við flokk sem lofar slíku í kosningum.
Það væri aum ríkisstjórn sem beygði sig undir erlenda áhrifahópa og breytti stefnu sem henni er treyst fyrir í kosningum útaf einhverri frekju og apakattalátum.
Mótmæla við Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Haha what? Hvernig tengdist þessi færsla hagfræði á nokkurn hátt? Mig grunar að þú sért hér að beita rökvillunni sem felst í að sverta andmælanda þinn til að gera hann tortryggilegan. Lélegt.
Blahh (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:41
Tja...ekki skil ég hvernig það ætti að sverta nokkurn mann að vera kallaður hagfræðinemi.
Alexandra Briem, 25.7.2008 kl. 10:43
Það er einfaldlega svo að ákveðnir hópar fólks trúa því í blindni að hagfræðingar og þeir sem numið hafa hagfræði stjórnist af taumlausri græðgi. Umrædd athugasemd var orðuð með þeim hætti að þér var gerð upp skoðun fyrirfram út frá menntun þinni. Þannig er í raun búið að gera skoðanir þínar einskis verðar þar sem þú ert hluti af hópi sem ekki er hægt að taka mark á. N.b. ég deili ekki umræddri skoðun með Galdrar.
Blahh (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:47
Jújú, hef svosem heyrt það áður.
Ekkert átakanlega málefnalegt.
Alexandra Briem, 25.7.2008 kl. 10:48
Ég er líka komin með upp í kok, bæði af framgöngu Landsvirkjunar gagnvart bændum í nágrenni Þjórsár, og einnig af þeirri pólitík að greiða veg þrælahaldara á borð við Alcoa.
Fyrirtæki sem sviptir fólk tveggja daga launum ef það mætir korteri og seint í vinnuna, neyðir það til að halda í sér þar til það missir þvar og jafnvel saur, og lætur konur gyrða niður um sig til að sanna að þær séu á blæðingum ef þær þurfa að nota baðherbergið, svoleiðis fyrirtæki á Landsvirkjun, sem er í eigu þjóðarinnar, ekki að versla við. http://www.nlcnet.org/article.php?id=447
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:22
Veistu, mig bara varðar ekkert um það hvernig útibú Alcoa í öðrum löndum haga sér. Ef þetta er löglegt þar, þá er það ekki okkar að grípa inn í.
Það er eitthvað sem ríkisstjórnir, verkalýður og almenningur í þeim löndum á að pæla í. Ef starfsmenn Alcoa hér lenda í þvílíku, þá eru ýmis úrræði til að leita réttar síns á Íslandi.
Veistu annars hvað þrælahald er? Yfirgangur og slæm meðferð af hálfu vinnuveitenda er ekki þrælahald. Þrælahald er þegar sá sem vinnur má ekki hætta, og er haldið nauðugum í vinnunni. Þessu fólki er ekki bannað að hætta hjá Alcoa er það?
Fyrir utan svo það að ég held ég hafi ábyggilega kynnst áreiðanlegri upplýsingaveitum en þér gegnum tíðina.
andreshelgi (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:43
Það er reyndar ekki ég sem stend á bak við þessa upplýsingaveitu http://www.nlcnet.org/article.php?id=447 svo þú þarft ekki að taka mín orð fyrir því.
Þetta viðhorf, að okkur komi bara ekkert við sú kúgun og óréttlæti sem á sér stað og að það sé jafnvel allt í fína að bjóða kúgarana velkomna, það er sami hugsunarháttur og veldur því að fólk heldur vináttusambandi við fólk sem lemur maka sína og börn.
Sveiattan barasta.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 14:06
Það vinnst enginn málefnasigur með því að beita sterkari orðum en eiga rétt á sér.
Að kalla yfirgang og slæma meðferð gegn launafólki þrælahald á ekkert meiri rétt á sér en að kalla rán nauðgun, eða að setja þá sem neita að dæma heilt alþjóða-fyrirtæki út frá því sem einhverjir verkstjórar í einhverjum geirum fyrirtækisins eiga að hafa gerst sekir um í sama flokk og þá sem halda vinskap við þá sem berja maka og börn.
Þú reynir að vinna rökræðu með því að leggja það sem þér er að móti skapi til jafns við eitthvað sem flestir eru á móti, og ætlast til að það sé bara tekið gott og gilt.
andreshelgi (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:49
Þegar svokölluð alþjóðavæðing hefur grafið þannig undan afkomumöguleikum fólks að valkostirnir eru þjónusta við eitt fyrirtæki eða hungurdauði, og það fyritæki misnotar aðstöðu sína að því marki að það sviptir fólk tjáningarfrelsi, sveltir það og niðurlægir, þá er það ekkert annað en þrælahald. Þetta fólk getur ekkert farið, ekki frekar en þrælabörn á Indlandi eða kynlífsþrælar í hinum fullkomna vestræna heimi.
Ég leyfi mér að fullyrða að flestir eru á móti því að fólki sé bannað að tjá sig við fjölmiðla, það sé rekið fyrir þáttöku í starfi verkalýðshreyfinga, að það neyðist til að vinna fyrir svo lágum launum að það sé útilokað fyrir það að komast burt, það sé svipt tveggja daga launum ef það mætir korteri of seint og að því sé meinað að fara á klósettið. Flest fólk er sem betur fer algerlega á móti slíku framferði fyrirtækja. Það eru hinsvegar mjög fáir meðvitaðir um þennan veruleika og best gæti ég trúað að kosningar fari á annan veg þegar fólk er farið að átta sig á þessu.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 16:31
Sæll. Eva gott hjá þér að bitra síðuna hún er á engan hátt tengd verkalýðfélögum í áliðnaði, hvorki hér í Evrópu eða Ameríku norður eða suður, væri farðið rétt með á síðunni finnist það á Evrópu-síðum og Ameríku-síðum, en þau samtök er mjög sterk þannig að þetta er ekki söluvara sem er trúverðu tilbúningur.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 25.7.2008 kl. 18:38
Já einmitt, því það hefur sýnt sig að starfmenn álvera, t.d. á Íslandi, hafa svo mikla samúð með kollegum sínum í fátækari ríkjum. Að maður tali nú ekki um viljann til að afla sér þekkingar.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.