Þetta kemur kannski úr hörðustu átt, en...

Hann hefur samt lög að mæla.

 Auðvitað hefur Bush ekki ýkja mikið tilkall til þess að tala um að menn þurfi að virða alþjóðalög.

Rússar eru að nýta sér uppreisnarhópa innan sjálfstæðs nágranna-ríkis með lýðræðislega kjörna stjórn, sem afsökun til að fara inn með hervaldi og hreinlega leggja undir sig góðan hluta landsins. Mætti leiða að því líkum að þeir hyggjist hreinlega leggja undir sig S-Ossetíu, undir þeim formerkjum að þar búi svo mikið að fólki af Rússnesku bergi brotið. Ef svo er, þá er þetta miklu nær því sem Hitler gerði í seinni heimsstyrjöldinni en því sem Bandaríkin hafa verið að gera í Afghanistan og Írak.

 Hvorki Írak né Afghanistan höfðu lýðræðislega kjörna stjórn.

Nú er Georgía búin að gera fátt annað en að biðja um vopnahlé. Þeir gengu meira að segja svo langt að lýsa yfir einhliða vopnahléi, þartil það varð ljóst að Rússar ætluðu ekki að virða það heldur bara nýta það til að fara enn lengra inn í Georgíu.

 Við erum ekki að tala um einhverja stríðsjarla eða einræðisherra hérna.

Og þó það sé kannski erfitt að kyngja því, þá eru Bandaríkin þrátt fyrir allt eitt af fáu ríkjunum sem getur gert eitthvað í því að Rússar séu með yfirgang.

Evrópa getur mótmælt, en Rússar hafa sýnt að þeir eru ekkert feimnir við að skrúfa fyrir olíu og gas til Evrópu ef hún hefur sig ekki hæga. Kínverjar hafa engan áhuga á að stöðva þetta, og S.Þ. .... Rússar hafa fastasæti í öryggisráðinu og neitunarvald gagnvart öllum meiriháttar ákvörðunum.

Það er auðvelt að gagnrýna Bandaríkin. En ástæðan fyrir því að við gagnýnum Bandaríkin er ekki sú að þeir séu verstir af stóru ríkjunum. Þeir sem láta þannig eru að blekkja sjálfa sig. Ef við berum þá saman við Kínverja eða Rússa, þá eru þeir hiklaust...tja, ef ekki "góði kallinn" þá allavega "töluvert skárri kallinn"

Hver sem efast um það ætti að skoða frelsi fjölmiðla í Rússlandi, hvernig Pútín hefur fært allt vald yfir á skipaða embættismenn frá kjörnum fulltrúum, tekið fyrirtæki eignarnámi sem þóknast ekki ríkinu og fangelsað stjórnarmenn, og svo mætti lengi telja.

Ástæðan fyrir að við gagnýnum BNA er að þeir gefa sig út fyrir að vera bestir, réttsýnastir, með mest lýðræði og svo framvegis. Og þess vegna stingur það mest í augun þegar þeir ganga þvert á allar slíkar hugsjónir.

Rússar hafa aldrei gefið sig út fyrir annað en að vera stórveldi sem svífst einskis til að ná sínum 'réttmæta sessi' sem leiðandi afl í heiminum.

Ef Bandaríkin eru viljug til að beita sér gegn því sem er að gerast í Georgíu, þá er það af hinu góða. Burt séð frá því sem maður vill etv. segja um stjórn Bandaríkjanna, útaf fyrir sig.


mbl.is Bush aðvarar Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér.

Ég er ennþá að reyna að mynda mér heilsteypta skoðun á þessu öllu saman, en það lítur alltaf meira og meira út fyrir að Rússar hafi einfaldlega séð tækifæri með ágreiningi Georgíu og S-Ossetíu og ætlað sér að nýta þetta.

Þú hittir líka naglann á höfuðið hvað varðar gagnrýni á Bandaríkin. Vér harðir gagnrýnendur Bandaríkjanna erum svo skapheitir gagnvart þeim því við ætlumst til allavega smávægilega siðferðislegrar hegðunar af þeim. Engu slíku er hægt að búast við af Rússum, enda lýðræðislegt Rússland kaldhæðnislegt, lélegt djók að margra mati, þar á meðal mínu.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband