18.11.2008 | 16:56
Hvernig í ósköpunum stendur á því
Að okkur dettur einu sinni í hug að treysta fjölmiðlum sem eru í eigu sömu mannanna og eiga mestu skuldirnar og bera mestu ábyrgðinna annars vegar, og eru reknir af ríkinu sem átti að hafa yfirsýn og halda aftur af þeim, en brást algjörlega, hins vegar?
Það er eins og ágætur maður sagði í ræðu á mótmælafundi um daginn, erfitt að taka afstöðu gegn einstaka aðillum, því þá lendir maður í liði með öðrum sem maður vill kannski líka taka afstöðu gegn.
Ég er hjartanlega sammála Davíð Oddssyni um margt í ræðu hans. Það hvernig bankakerfið var rekið var fáránlegt. Það er fáránlegt og út í hött hvað sumir af þessum hlutum gengu út fyrir allan þjófabálk.
En mér finnst samt að stjórn Seðlabankans þurfi að víkja, og Davíð með. Hávaxtastefnan var stór partur af vandamálinu. Hún gerði það of freistandi, og of gróðvænlegt, að taka gríðarstór lán.
Það var engu að síður bara röng og illa upplýst stefnuákvörðun. Ekki beinlínis glæpsamlegt athæfi, eða fáránlegur sofandaháttur.
Fjármálaeftirlitið gerði töluvert meiri skyssur, Ríkisstjórnin gerði töluvert meiri skyssur.
Við skulum ekki kaupa áróður stöðvar 2 sem vill telja okkur trú um að þetta sé allt bara Davíð að kenna, eða allt bara ríkisstjórninni að kenna.
Þeir bera vissulega ábyrgð. En þeir bara hana sannarlega ekki einir.
Ég verð ekki sáttur fyrr en við erum kominn með nýja Ríkisstjórn, helst með nýjum flokkum, eða flokkum sem hafa verið gjörsamlega endurmannaðir frá grunni. Fyrr en við erum kominn með nýtt Fjármálaeftirlit, nýjan Seðlabanka, og helst eitthvað endurskipulögð.
Ég verð ekki sáttur fyrr en við erum komin með óháða fjölmiðla. Eða að minnsta kosti einn óháðan fjölmiðil fjármagnaðan af ríkinu, án þess að lúta beinni stjórn ríkisins, sem þarf ekki að beygja sig undir vilja auglýsenda eða hugsa um nokkurn annan pól í umræðunni en Sannleikann. Tökum BBC sem fyrirmynd.
Fyrr en þessir menn sem fengu einhvern veginn ótakmörkuð lán, sem blésu út fyrirtæki á pappírum með kaupum og sölum fram og til baka, sem lögðu mannorð íslendinga í rúst með athæfi sínu, hafa verið rannsakaðir ofan í kjölinn og vonandi saksóttir.
Það er eins og ágætur maður sagði í ræðu á mótmælafundi um daginn, erfitt að taka afstöðu gegn einstaka aðillum, því þá lendir maður í liði með öðrum sem maður vill kannski líka taka afstöðu gegn.
Ég er hjartanlega sammála Davíð Oddssyni um margt í ræðu hans. Það hvernig bankakerfið var rekið var fáránlegt. Það er fáránlegt og út í hött hvað sumir af þessum hlutum gengu út fyrir allan þjófabálk.
En mér finnst samt að stjórn Seðlabankans þurfi að víkja, og Davíð með. Hávaxtastefnan var stór partur af vandamálinu. Hún gerði það of freistandi, og of gróðvænlegt, að taka gríðarstór lán.
Það var engu að síður bara röng og illa upplýst stefnuákvörðun. Ekki beinlínis glæpsamlegt athæfi, eða fáránlegur sofandaháttur.
Fjármálaeftirlitið gerði töluvert meiri skyssur, Ríkisstjórnin gerði töluvert meiri skyssur.
Við skulum ekki kaupa áróður stöðvar 2 sem vill telja okkur trú um að þetta sé allt bara Davíð að kenna, eða allt bara ríkisstjórninni að kenna.
Þeir bera vissulega ábyrgð. En þeir bara hana sannarlega ekki einir.
Ég verð ekki sáttur fyrr en við erum kominn með nýja Ríkisstjórn, helst með nýjum flokkum, eða flokkum sem hafa verið gjörsamlega endurmannaðir frá grunni. Fyrr en við erum kominn með nýtt Fjármálaeftirlit, nýjan Seðlabanka, og helst eitthvað endurskipulögð.
Ég verð ekki sáttur fyrr en við erum komin með óháða fjölmiðla. Eða að minnsta kosti einn óháðan fjölmiðil fjármagnaðan af ríkinu, án þess að lúta beinni stjórn ríkisins, sem þarf ekki að beygja sig undir vilja auglýsenda eða hugsa um nokkurn annan pól í umræðunni en Sannleikann. Tökum BBC sem fyrirmynd.
Fyrr en þessir menn sem fengu einhvern veginn ótakmörkuð lán, sem blésu út fyrirtæki á pappírum með kaupum og sölum fram og til baka, sem lögðu mannorð íslendinga í rúst með athæfi sínu, hafa verið rannsakaðir ofan í kjölinn og vonandi saksóttir.
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hérna.... ég er ekki góður í hagfræði en hvernig gat hávaxtastefna Seðlabankans hvatt fólk til að taka lán? Hún hvatti kannski til lána í erlendri mynt?
Dóri
Dóri (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:29
Já, basically.
Hún hvetur til þess að taka erlend lán, og nota þau til fjárfestinga og framkvæmda í hávaxtaumhverfinu hér.
Alexandra Briem, 18.11.2008 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.