Ég vil Þorvald Gylfason ekki lengur sem seðlabankastjóra.

Ég vil hann sem forsætisráðherra.

Hann kom alveg einstaklega vel fyrir á borgarafundinum í kvöld. Hann hefur bæði skilning á málefnunum, þá þekkingu sem er nauðsynleg, og þesslags hreinskilni og heiðarleika sem við getum treyst.

Þetta er ekki bara af því að hann kenndi mér í eina önn í fyrra. Þó reyndar hafi hann verið alveg frábær Þjóðhagfræðikennari þá líka.

Þetta var alveg frábær fundur. Bæði málefnalegur og kurteis. Og álit mitt á Össuri Skarphéðinssyni óx töluvert. 

Og þó ég hafi að vissu leiti samúð með stöðu ríkisstjórnarmanna, þá vaða þau í villu ef þau halda að þeir sem mættu á þennan fund hafi bara verið fulltrúar hins háværa minnihluta sem er hvorteðer alltaf óánægður. Ef þeir halda að þetta séu bara þeir sem eru hvorteðer alltaf á móti sjálfstæðisflokknum sem sjá sér nú lag.

Hver sem þekkir mig getur sagt ykkur að þegar ég er farinn að mæta á mótmæli, og farinn að krefjast nýrrar ríkisstjórnar og nýs seðlabankastjóra, þá er það skýrt dæmi um að það sé komið töluvert lengra en það.

Ég hef sagt áður að ég vilji ekki fara strax í kosningar...en ég myndi styðja stjórnarslit, ef einhver sem hægt er að treysta, eins og t.d. Þorvaldur Gylfason, myndi fá umboð til að mynda ópólitíska utanþingsstjórn til að stýra málum í eins og hálft ár, en þá yrði kosið.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað út úr mínum munni, svo sammála er ég...

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:58

2 identicon

Now you´re talking.
Ég fékk algjöran hroll í mig þegar GHH og ISG stóðu glottandi og svöruðu fréttamanni RUV eftir fundinn í Háskólabíói, sjálfsánægjan og grobbið sem skein af þeim var engu lík.
Er ekki enn laus við hrollin.
Þið unga fólkið eigið einmitt að láta í ykkur heyra, þið þurfið einn góðan veðurdag að taka við þessum ósköpum.

kk

Agga (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband