Vonum hið besta.

Mikið vona ég að þessir fáu og æstu skemmi ekki fyrir hinum.

Ég skil gremju þeirra svosem vel, og mér finnst Davíð þurfa að víkja. En þetta má ekki vera eina leiðin til að koma þeim skilaboðum áfram.

 

Þetta setur stjórnvöld í þá stöðu að þurfa annaðhvort að sitja sem fastast við sinn keip, jafnvel þósvo það sé augljóst að sumt þurfi að breytast, eða að láta undan, og gefa þarmeð þau skilaboð að ef 50-100 manns eru nógu frekir og ganga nógu langt, þá fái þeir það sem þeir vilja. Að þetta sé leiðin til að knýja fram breytingar.

Ég trúi ekki öðru en að öllum sé ljóst að það þarf mannaskiptingar, bæði í Seðlabanka og Ríkisstjórn. Ég held að meira að segja ríkisstjórninni sé þetta ljóst....þó þeir geti ekki rætt það. Það er eina leiðin til að endurbyggja einhverskonar traust, bæði milli almennings og stjórnvalda, og milli Íslands og umheimsins. Það eina sem menn greinir á um er nákvæmlega hvenær og með hvaða hætti slíkt getur átt sér stað.

Því minna sem ríkisstjórnarflokkarnir koma til móts við sanngjarnar kröfur almennings, því meira munu þeir fá að finna fyrir því þegar að kosningum kemur.

 

En við eigum ekki að brjótast til inngöngu í stofnanir og reyna að þrýsta vilja okkar áfram með valdi...að minnsta kosti ekki fyrr en algjörlega er útséð um það að breytingar fáist alls ekki öðruvísi.

 

Stundum þarf almenningur að rísa upp gegn ríkisvaldinu og steypa því af stóli með öllum tiltækum ráðum. Sá tími er þó langtífrá runninn upp á Íslandi. Þess gerist ekki enn þörf að við þurfum að yfirgefa grundvallar skipulag okkar lýðræðis og beita hnefavaldinu. Og ég trúi ekki að við Íslendingar séum þessháttar þjóð að þess eigi að þurfa.


mbl.is Reynt að fá fólk út með góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm

er langt frá því að vera hlynntur ofbeldi en svona seta þar sem almenningur beitir ekki ofbeldi heldur mótmælasetu hún á alveg rétt á sér ofbeldi er hins vegar hótað af hendi lögreglu sem er óásættanlegt.

Sat einu sinni á skrifstofu menntamálaráðherra árið minnir mig 1992 vegna þess að hann vildi ekki tala við okkur vissum að hann átti að vera á fundum útúr húsi og við einfaldlega skiptumst á að sitja þar alveg látalaust í 3 daga fórum um leið og síðasta manneskjan fór útaf skrifstofunni og sátum við útidyrnar til miðnættis biðum síðan eftir að sjá hann mæta morguninn eftir það var aldrei talað um þetta enda viðkvæmt þá en málum okkar var ýtt úr vör

Halldór (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Alexandra Briem

Og þess vegna segist ég vona hið besta.

Enn sem komið er, þá er þetta (tiltölulega) friðsæl mótmælaseta. En ég held að það þurfi ekki mikið til að uppúr sjóði, sérstaklega hjá þeim sem er mest niðri fyrir...og ég held að það séu einmitt þeir sem eru þarna inni.

Alexandra Briem, 1.12.2008 kl. 17:06

3 identicon

Já, þetta er fáránlegt. Best væri fyrir þjóðina að fá grímuklædda menn og sérstaklega þá með skíðagleraugun til þess að taka ákvarðanir fyrir þjóðina.

Svo eru líka Nornir með svartagaldur farnar að kveða sér til hljóðs, hlusta ekki á þetta shit. . .

Óli (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband