Þetta verður að stöðva!

Það er þá bara svona?

 

Búið að slá af stjórnlagaþingið "Allavega í bili", sem er stjórnmálamannamál og þýðir "Við viljum alls ekki gera þetta, svo við málþófumst þartil okkur finnst afsakanlegt að stinga þessu undir stól, þartil mesti hitinn er úr mönnum, þá kannski tökum við upp einhverja vanmáttuga og útþynnta útgáfu, sem við höfum a.m.k. algjörlega í vasanum og látum framkvæma einhverjar smávægilegar kerfisbreytingar, en þá eru sauðirnir í landinu hvorteðer búnir að gleyma hvers vegna þeir voru að jarma eitthvað, svo getum við haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist"

 

Ætlum við að sætta okkur við þetta? Stjórnlagaþing er bráðnauðsynlegt, ekki seinna en á þessu ári. Við verðum að halda það og við verðum að breyta ansi miklu. Þrískipting ríkisvaldsins er í molum, og allt vald alþingis situr á flokkaskrifstofum, þingið sjálft er bara formsatriði eins og mál standa.

 

Við verðum að passa það einnig að á stjórnlagaþinginu sitji fólk sem veit hvað það er að gera, og við getum treyst að séu ekki þar hreinlega í umboði stjórnmálaflokkanna að ganga þeirra erindum.

Nauðsyn þess að breyta stjórnskipan á Íslandi til hins betra er ástæðan fyrir því að ég gekk í Borgarahreyfinguna, ég trúði því aldrei að starfandi stjórnmálaflokkar myndu hafa það í sér að framkvæma nauðsynlegar breytingar, þarsem þær draga úr þeirra eigin áhrifum, það er þeim hreinlega ekki eðlislægt.

 

Og nú er nákvæmlega það að koma á daginn. Þetta mál verður tafið og kaffært þartil ekkert af upphaflega ásetningnum stendur eftir.

 

Eina framboðið sem hefur það sem sitt kjarnamarkið að bæta stjórnskipan á Íslandi og færa völd frá stjórnmálaflokkunum aftur til þjóðarinnar er Borgarahreyfingin. Hún er eina framboðið sem ætlar sér ekki að vera langtímum til valda og fólk getur þessvegna treyst til þess að vinna ötullega að þessu marki, því við munum ekki hafa neina einkahagsmuni fólgna í að tefja þetta mál eða draga úr því.

Sú rödd að lagfæra þurfi stjórnskipan landsins, að halda þurfi stjórnlagaþing og að stjórnlagaþingið þurfi að vera sjálfstætt og óháð flokkunum, þarf að heyrast á alþingi.

Borgarahreyfingin er ekki eitthvað djók, okkur er fúlasta alvara í að lagfæra kerfi sem er bæði úr sér gengið og lélegt.

 

Ef þú ætlar að kjósa í kosningunum, hugsaðu þá málið og athugaðu hvaða framboði þú ert helst sammála. Íhugaðu hverjum þú treystir helst til að framkvæma það sem þér finnst þurfa að framkvæma. Ekki halda bara með einhverjum flokk af því þú hefur alltaf kosið hann.

 

Ef Íslendingar eru ekki tilbúnir að velja raunverulegar breytingar núna, þegar komið er í ljós þvílíkt arfaklúður Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn leiddu yfir okkur, eftir að komið er í ljós hvað Samfylking og Vinstri Grænir eru tilbúnir að láta mikilvæg mál eins og stjórnlagaþing bíða og kafna, þá hvenær?

Og ef þú ert einn af þeim sem ætlar að skila auðu í kosningunum, af hverju ekki að kjósa frekar hreyfingu sem vill breyta kerfinu?


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband