Eru auð atkvæði málið?

Ég held klárlega að svo sé ekki. Jújú, það eru viss skilaboð, en þau hafa engan raunverulegan þunga á bakvið sig, þau breyta ekki niðurstöðunni á neinn hátt sem skiptir máli.

Ágætur maður sem ég kannast við lýsti því þannig að þeir sem skila auðu séu í raun að kjósa alla. Það má alveg sjá það þannig.

Annars hefur mér oft dottið í hug að skila auðu, það er alveg raunverulegur kostur þegar maður er ósáttur við alla flokka og finnst þeir allir mega éta það sem úti frýs. En þegar það eru ný framboð í boði, sem ekki hafa kúkað upp á bak, þá finnst mér það ekkert óeðlilegt að kynna sér það a.m.k. áður en maður fer og ákveður að það sé ábyggilega bara jafn slæmt og framboðin sem fyrir eru.

Borgarahreyfingin er uppfull af góðu fólki, úr öllum sviðum samfélagsins, þarna eru hægrisinnar, vinstrisinnar og miðjumenn, karlar og konur, menntafólk og iðnaðarmenn, ríkt fólk og fátækt. Það sem við eigum sameiginlegt er að blöskra flokksræðið á Íslandi og stjórnarhættina sem viðgangast hér, að vera reið yfir spillingunni og hagsmunatengslunum sem kolríða íslensku stjórnmála og viðskiptalífi.

Nú veit ég að margir eru hreinlega ósammála okkur á málefnalegum grundvelli, og það er allt í lagi. Og margir treysta okkur ekki sökum reynsluleysis eða annars, og það er þá bara þeirra skoðun.

En ef maður ætlar að taka afstöðu á annað borð, í þessum kosningum sem gætu verið þær mikilvægustu í nútímasögu íslensku þjóðarinnar, þá finnst mér ótækt að afskrifa raunverulegt nýtt framboð, sem hefur engin tengsl við hrunið eða spillinguna og hefur öll sín spil á borðinu, án þess að kynna sér það.

Stefnuna má lesa hér á www.borgarahreyfingin.is/stefnan

 Ekki skila auðu ef þú gætir verið að nota atkvæði þitt til að knýja fram breytingar á kerfinu.


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Að kjósa ekki, skila auðu eða ógilda atkvæði sitt, líkt og horfur eru á að um 30% þjóðarinnar geri,  er að halda uppi andófi við kolklikkað ólýðræðislegt flokksræði. Þeir sem halda að þeir geti fengið einhverja aðra útkomu en venjulega þegar þeir gera alltaf eins, eru raunveruleikafyrtir. Þín rök um að verið sé "að veita öðrum umboð til að hefna sín á okkur öllum í framtíðinni, t.d. með hærri sköttum og boðuðum tekjulækkunum." eiga nefnilega vel við þá sem kjósa og láta hafa sig að fíflum eina ferðina enn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 08:59

2 Smámynd: Alexandra Briem

Þetta er nú bara rangt hjá þér Svanur.

Svarið getur ekki verið að fara í fýlu og halda bara fyrir eyrun út í horni, eina leiðin til að knýja fram breytingar er að fara og knýja fram breytingar.

Auð atkvæði gera nákvæmlega ekkert gagn.

Alexandra Briem, 22.4.2009 kl. 17:33

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Andrés. Þar skjátlast þér hrapalega félagi. Þetta er ekki spurning um að fara eitthvað í fýlu. Það er gamla viðhorfið. Nýja viðhorfið er að taka ekki þátt í kosningunum sem andóf við ríkjandi skipulagi sem ekkert hefur fært okkur annað en óhamingju. Það er ekki hægt að taka þátt í skipulagi sem maður styður ekki. Ég styð ekki flokksræði og flokkapólitík. Hún er að mínu áliti mannskemmandi. Þess vegna hvet ég til að taka ekki lengur þátt í sirkusnum og  skila auðu

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 00:22

4 Smámynd: Alexandra Briem

Heldurðu í alvörunni að stjórnmálamenn muni finna það upp hjá sjálfum sér að breyta kerfinu ef nógu stór prósenta af atkvæðum væru auð?

Þeir myndu ekki gera það þó þeir einu sem kysu væru þeir sjálfir.

Það eru tvær mögulegar leiðir til að breyta kerfinu, með því að bjóða sig fram á þing og reyna að breyta lögunum, eða að framkvæma (óumflýanlega blóðuga) byltingu.

Ég vil ekki trúa því að það þurfi seinni kostinn til.

En til þess að nýtt framboð geti breytt hlutunum, þá þarf fólk að styðja það, en ekki gera bara sjálfkrafa ráð fyrir því að það sé jafn slæmt og allir hinir, eða að því muni hvorteðer mistakast.

Gerðu það sem þér sýnist best með þínu atkvæði.

Alexandra Briem, 23.4.2009 kl. 08:17

5 identicon

Málið er ofur einfalt: Skili fjölda manns auðu verða ekki neinar breytingar og gömlu flokksrassarnir sitja sem fastast. Þeim er nefnilega alveg sama þótt atkvæði lendi í auða (dauða) atkvæðapottinum, bara að þeir haldi sínum stólum.
Af hverju ekki að láta reyna á eitthvað nýtt?
Getur nokkuð orðið verra en það sem fyrir er?

Agga (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband