Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
26.11.2007 | 17:15
Það er náttúrulega eitthvað mikið að
Þegar það er ólöglegt að tala gegn ríkisstjórninni.
Síðustu ár hefur ríkisstjórn Pútíns fært sig sífellt lengra upp á skaptið, stjórnarandstaðan fær lítið sem ekkert aðgengi að fjölmiðlum (sem allir eru í eigu valdaklíku Pútíns, og flytja fréttirnar nákvæmlega eftir forskrift ríkisins), gervi stjórnarandstöðuflokkar eru stofnaðir til að skipta því litla fylgi sem stjórnarandstaðan þó fær, fjölmiðlamenn sem fylgja ekki ríkisforskriftinni hverfa í grunsamlegum aðstæðum sem enginn rannsakar.
En hvað getur maður svosem gert? Væri það rétt að gera eitthvað þó við gætum, þetta eru innanríkismál Rússlands.
En mér finnst samt að maður þurfi að vera meðvitaður um það að Rússland í dag er bara nokkur hænufet frá því að vera gamaldags einræðisríki.
Dómur yfir Kasparov staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)