Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 23:05
Algjörlega óþolandi.
Ég skil það alveg að bílstjórar geti verið ósáttir, en þá geta þeir bara farið í mótmælagöngu niður að Alþingishúsinu, eða farið í verkfall, eða eitthvað annað. Þeir hafa engann rétt á að lama allar samgöngur sem þeim dettur í hug til að berjast fyrir sínum sérhagsmunum.
Þetta er eins og ósáttir bankastarfsmenn færu að loka reikningum viðskiptavina til að mótmæla stefnu stjórnvalda, eða ef starfsmenn í matvöruverslunum settu bara útrunnar vörur í hillurnar í mótmælaskyni.
Það er eitt að tjá óánægju sína, annað að fara og gera fólki sem hefur ekkert gert á manns hlut lífið leitt.
Ég í raun skil ekki hvernig Íslendingar geta látið svona óstjórnlega frekju og eigingirni yfir sig ganga.
Handalögmál í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.3.2008 | 18:15
Leitt að heyra
Gary Gygax hafði í raun mikil áhrif á hinn vestræna heim, þó þau væru afmörkuð. Sjálfur hef ég spilað ófáa klukkutíma af d&d gegnum tíðina. Það er ekki fyrir alla endilega, en með góðra vina hóp getur þetta verið mjög skemmtilegt.
Ég tek undir það sem annar bloggari sagði og mæli með 1d6 mínútna þögn.
Skapari D&D látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)