Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hvað meinar hún?

Vill ekki útiloka?

 

Ef Rússar réðust inn í Nató-ríki væru þeir sjálfkrafa að lýsa öllu Nató stríði á hendur.

Þetta er ekki spurning um að útiloka eitt eða neitt, þetta er spurning um að heiðra sínar skuldbindingar.

Ef Georgía gengur í Nató, og svo er ráðist á það, þá ber hinum aðildarríkjunum að koma því til hjálpar. Alveg eins og ef ráðist væri inn í Ísland, Tyrkland eða Bretland. Hver væri tilgangurinn með að ganga í varnarbandalag ef hin bandalagsríkin væru búin að útiloka að heiðra það ef í harðbakkann slær?


mbl.is Palin vill ekki útiloka stríð við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband