Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
22.4.2009 | 08:26
Eru auð atkvæði málið?
Ég held klárlega að svo sé ekki. Jújú, það eru viss skilaboð, en þau hafa engan raunverulegan þunga á bakvið sig, þau breyta ekki niðurstöðunni á neinn hátt sem skiptir máli.
Ágætur maður sem ég kannast við lýsti því þannig að þeir sem skila auðu séu í raun að kjósa alla. Það má alveg sjá það þannig.
Annars hefur mér oft dottið í hug að skila auðu, það er alveg raunverulegur kostur þegar maður er ósáttur við alla flokka og finnst þeir allir mega éta það sem úti frýs. En þegar það eru ný framboð í boði, sem ekki hafa kúkað upp á bak, þá finnst mér það ekkert óeðlilegt að kynna sér það a.m.k. áður en maður fer og ákveður að það sé ábyggilega bara jafn slæmt og framboðin sem fyrir eru.
Borgarahreyfingin er uppfull af góðu fólki, úr öllum sviðum samfélagsins, þarna eru hægrisinnar, vinstrisinnar og miðjumenn, karlar og konur, menntafólk og iðnaðarmenn, ríkt fólk og fátækt. Það sem við eigum sameiginlegt er að blöskra flokksræðið á Íslandi og stjórnarhættina sem viðgangast hér, að vera reið yfir spillingunni og hagsmunatengslunum sem kolríða íslensku stjórnmála og viðskiptalífi.
Nú veit ég að margir eru hreinlega ósammála okkur á málefnalegum grundvelli, og það er allt í lagi. Og margir treysta okkur ekki sökum reynsluleysis eða annars, og það er þá bara þeirra skoðun.
En ef maður ætlar að taka afstöðu á annað borð, í þessum kosningum sem gætu verið þær mikilvægustu í nútímasögu íslensku þjóðarinnar, þá finnst mér ótækt að afskrifa raunverulegt nýtt framboð, sem hefur engin tengsl við hrunið eða spillinguna og hefur öll sín spil á borðinu, án þess að kynna sér það.
Stefnuna má lesa hér á www.borgarahreyfingin.is/stefnan
Ekki skila auðu ef þú gætir verið að nota atkvæði þitt til að knýja fram breytingar á kerfinu.
Margir ætla að skila auðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2009 | 08:44
Ekki gera ekki neitt!
Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla þá sem er annt um það að stjórnlagaþing fari fram í haust, fyrir þá sem vilja róttæka endurskoðun á flokksræðinu og þá sem vilja láta rannsaka bankahrunið og aðdraganda þess af fullum heilindum og þannig að menn verði látnir sæta ábyrgð.
Þrátt fyrir stuttan undirbúningstíma og því sem næst tómar fjárhirslur, hefur Borgarahreyfingin náð stórum áfanga. Skilaboð okkar eiga greinilega einhvern hljómgrunn í samfélaginu.
Skoðið endilega verkefnalistann á www.borgarahreyfingin.is þar er stefnuskráin í smáatriðum.
Ég hvet fólk til þess að hugsa sig vandlega um áður en það skilar auðu í þessum kosningum, vissulega er það yfirlýsing útaf fyrir sig, en á helst við þegar allir kostir eru slæmir og maður vill lýsa gremju með kerfið. En fáir stjórnmálamenn sem eru starfandi í dag myndu láta fjölda auðra atkvæða raunverulega á sig fá, þeir myndu bara ypta öxlum og segja "Auðvitað er það leiðinlegt að við skulum ekki hafa víðari hljómgrunn..." og halda svo ótrauðir áfram. Kannið framboðin fyrst, áður en þið skilið auðu.
Autt er dautt.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 22:24
Þetta verður að stöðva!
Það er þá bara svona?
Búið að slá af stjórnlagaþingið "Allavega í bili", sem er stjórnmálamannamál og þýðir "Við viljum alls ekki gera þetta, svo við málþófumst þartil okkur finnst afsakanlegt að stinga þessu undir stól, þartil mesti hitinn er úr mönnum, þá kannski tökum við upp einhverja vanmáttuga og útþynnta útgáfu, sem við höfum a.m.k. algjörlega í vasanum og látum framkvæma einhverjar smávægilegar kerfisbreytingar, en þá eru sauðirnir í landinu hvorteðer búnir að gleyma hvers vegna þeir voru að jarma eitthvað, svo getum við haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist"
Ætlum við að sætta okkur við þetta? Stjórnlagaþing er bráðnauðsynlegt, ekki seinna en á þessu ári. Við verðum að halda það og við verðum að breyta ansi miklu. Þrískipting ríkisvaldsins er í molum, og allt vald alþingis situr á flokkaskrifstofum, þingið sjálft er bara formsatriði eins og mál standa.
Við verðum að passa það einnig að á stjórnlagaþinginu sitji fólk sem veit hvað það er að gera, og við getum treyst að séu ekki þar hreinlega í umboði stjórnmálaflokkanna að ganga þeirra erindum.
Nauðsyn þess að breyta stjórnskipan á Íslandi til hins betra er ástæðan fyrir því að ég gekk í Borgarahreyfinguna, ég trúði því aldrei að starfandi stjórnmálaflokkar myndu hafa það í sér að framkvæma nauðsynlegar breytingar, þarsem þær draga úr þeirra eigin áhrifum, það er þeim hreinlega ekki eðlislægt.
Og nú er nákvæmlega það að koma á daginn. Þetta mál verður tafið og kaffært þartil ekkert af upphaflega ásetningnum stendur eftir.
Eina framboðið sem hefur það sem sitt kjarnamarkið að bæta stjórnskipan á Íslandi og færa völd frá stjórnmálaflokkunum aftur til þjóðarinnar er Borgarahreyfingin. Hún er eina framboðið sem ætlar sér ekki að vera langtímum til valda og fólk getur þessvegna treyst til þess að vinna ötullega að þessu marki, því við munum ekki hafa neina einkahagsmuni fólgna í að tefja þetta mál eða draga úr því.
Sú rödd að lagfæra þurfi stjórnskipan landsins, að halda þurfi stjórnlagaþing og að stjórnlagaþingið þurfi að vera sjálfstætt og óháð flokkunum, þarf að heyrast á alþingi.
Borgarahreyfingin er ekki eitthvað djók, okkur er fúlasta alvara í að lagfæra kerfi sem er bæði úr sér gengið og lélegt.
Ef þú ætlar að kjósa í kosningunum, hugsaðu þá málið og athugaðu hvaða framboði þú ert helst sammála. Íhugaðu hverjum þú treystir helst til að framkvæma það sem þér finnst þurfa að framkvæma. Ekki halda bara með einhverjum flokk af því þú hefur alltaf kosið hann.
Ef Íslendingar eru ekki tilbúnir að velja raunverulegar breytingar núna, þegar komið er í ljós þvílíkt arfaklúður Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn leiddu yfir okkur, eftir að komið er í ljós hvað Samfylking og Vinstri Grænir eru tilbúnir að láta mikilvæg mál eins og stjórnlagaþing bíða og kafna, þá hvenær?
Og ef þú ert einn af þeim sem ætlar að skila auðu í kosningunum, af hverju ekki að kjósa frekar hreyfingu sem vill breyta kerfinu?
Stjórnarskráin áfram á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)