Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Jæja, er ekki komið gott af mbl bara?

Sko, ég hef heilmargt að segja, en ég vil eiginlega ekki segja það á bloggi tengt mbl.is lengur.

 Það er eiginlega löngu hætt að vera fyndið hvað þetta blað er mikil málpípa sjálfstæðisflokksins. Meina, við vissum alltaf að það væri það í rauninni, en það er alveg óþarfi að æpa það í eyrun á okkur.

Ég er farinn að verða var við það að ég er farinn að setja inn sífellt lengri og pólitískari facebook statusa, og jafnvel farinn að setja inn langt fyrsta komment til að koma öllu frá mér sem mig langar að segja. Og það náttúrulega gengur ekki til lengdar.

 Svo ég ætla aðeins að fara að blogga aftur, svona af og á.

Það mun fara fram á blogger.com á slóðinni http://vrovl.blogspot.com/ 

a.m.k. þartil annað kemur í ljós.

 

Góðar stundir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband