"Looks like the Bear Patrol is working like a charm"

Mér finnst þetta minna alveg ískyggilega mikið á gamlan Simpson þátt, þarsem björn ráfar inn í bæinn.

 Allir bæjarbúar fara í mikið uppnám, og þrátt fyrir að það sé eini björninn sem sést hefur í bænum í áratugi er sett í gang milljóna-prógram til að hindra fleiri birni í að gera sig heimakomna (Bear Patrol í Simpson var m.a. með stealth-þotur í könnunarflugi).

Auðvitað var þetta ýkt í þessum þætti. En inntakið var hvað það væri mikill molbúaháttur að stökkva upp á nef sér og verða paranoid gagnvart einhverju, sem gerist ótrúlega sjaldan, bara vegna þess að einu sinni eða tvisvar verður vart við eitthvað sem er þannig séð mjög ólíklegt.


mbl.is Ísbjarna leitað úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband