Djöfull getur fólk verið kvikindislegt.

Ég hafði nú hugsað mér að vera latur þennan dag og hanga heima, kíkja kannski á djammið um kvöldið.

En nú held ég að ég fari niður í bæ og sjái gönguna, svona til að sýna að við íslendingar, hvort sem við erum gay eða straight eða ljóshærð eða dökkhærð eða hvaðeina, látum ekki einhverjar fáránlegar hótanir hræða okkur.

Gay-pride gangan er fyrir löngu orðin nokkurs konar gleðiganga allra Reykvíkinga. Jújú, auðvitað er hún í kjarnann enn þess eðlis að þarna geta hommar og lesbíur og aðrir sem ekki passa nákvæmlega í mótin sem samfélagið býður upp á komið og sagt með stolti hver þau eru. Og við hin getum komið og lýst stuðningi við þau.

Þarna fögnum við íslendingar því að við búum í opnu og frjálslyndu samfélagi, þarsem öllum á að vera frjálst að fylgja sannfæringu sinni og þarsem löggjafinn segir ekki fullorðnu fólki sem engum er til ama að sumt sem er þeirra einkamál sé ekki í lagi. Þar sem allir búa við sama rétt, burtséð frá kyni, húðlit, trúarbrögðum eða kynhneigð.

Þannig samfélagi erum við stolt af að búa í, að hafa búið til.

 

Við látum ekki einhverja bjána með hótanir segja okkur hvernig við eigum að haga okkur.


mbl.is Hótunarbréf vegna gleðigöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Þetta var verulega vesælt og heimskulegt, já. Gott að vita að einhverjir ætla að mæta útaf þessu en ekki á hinn veginn að mæta ekki :)

Ellý, 30.7.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband