Ekkert væl Hörður.

Þetta er næstum nákvæmlega það sem ég vildi.

 

Eina sem gæti verið betra er ef Ríkisstjórnin segði af sér og við tæki utanþingsstjórn, þá væri þetta nákvæmlega það sem ég vil.....tja, og það að Geir væri ekki með krabbamein, það er auðvitað ferlegur sjúkdómur sem enginn ætti að hafa og ég óska honum alls góðs í baráttunni við það.

 

En mér liggur ekki svona mikið á kosningum. Ég vil gefa nýjum framboðum tíma til að myndast, ef við þvingum kosningar strax verður það bara niðurstaðan að VG mynda stjórn, annaðhvort með Framsókn eða leyfunum af Samfylkingu....eða þá bara einir.

 

Ég vil ekki kjósa neinn af flokkunum sem eru til staðar núna. Maí er rétt tæplega nógur tími til að mynda nýtt alvöru framboð, en fyrst við fáum ekki bráðabirgðastjórn á meðan er ágætt að draga þetta ekki of lengi heldur.

Og auðvitað ætti einhver að segja af sér, það er augljóst....en fyrst þeir gera það ekki, þá látum við þá bara finna fyrir því í kosningunum.

Höldum áfram útifundi og minnum á það fram að kosningum hverjir eigi ekki skilið atkvæði.


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt skelfilegt að heyra í Herði ætli hann sé bara ekki hræddur um að missa athygli nú þegar kröfum um kosningar hefur verið mætt.

Annað mál.

Nú er ljóst að nýir lekendur koma að hjá sjálfstæðismönnum og einnig líklega hjá samfylkingu.

Hvað með Steingrím og Ögmund eru þeir ekki hluti af vandanum en ekki af lausninni verða þeir ekki líka að stíga til hliðar.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Alexandra Briem

Ég ætla hvorki að leyfa Sjálfstæðisflokki né Framsókn að komast upp með neitt, þó verði einhver mannaskipti....þeir munu ekki fá mitt atkvæði.

Hvað varðar Samfylkingu, þá eru þeir mögulega ill-skásti kosturinn, af þeim flokkum sem starfa í dag, ef þeir skipta soldið um fólk og koma með áherslur sem ég get verið sammála....mig langar samt ekkert að kjósa þá.

VG hafa margt til brunns að bera, en ég treysti þeim ekki til að koma okkur útur kreppunni, held þeir fari of mikið út í gamla sósíalismann, kunna basically ekki hagfræði, þó þetta sé gott fólk. Svo eru þeir auðvitað hluti af gamla pakkanum sem maður vill skipta út.

Ég vil eyða sem fæstum orðum í Frjálslynda.

Ég vil sjá ný framboð. Svo sjáum við til hvað verður á borðinu eftir þetta kjörtímabil. Kannski verða þá einhverjir af gömlu flokkunum aftur orðnir kjörgengir....nema Sjálfstæðisflokkurinn, ég ætla að taka mér gott frí frá að kjósa þá.

Alexandra Briem, 23.1.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband