Be careful what you wish for.

You just might get it.

 

Það er nú fyndið að lagaumhverfi sem er hannað til þess að Seðlabankar séu tiltölulega óháðir Ríkisstjórnum, sé farið að vernda pólitískasta Seðlabankastjóra fyrr og síðar.

 

Það er góð og gild ástæða fyrir því að Seðlabankar eigi að hafa töluvert sjálfstæði frá stjórnvöldu, að ný Ríkisstjórn geti ekki bara komið á mánudegi og verið búin að skipta út seðlabankastjórn á þriðjudegi eins og hún væri ráðuneyti.

 

Ríkisstjórn á ekki, í lýðræðislegu samfélagi, að geta hringt upp í Seðlabanka og pantað stýrivaxtabreytingu....enda á Seðlabanki að vera ópólitískur og faglegur. Í bandaríkjunum minnir mig að það geti tekið áratugi að skipta út seðlabankastjórn eins og hún leggur sig.

Þetta á nefnilega ekki að vera pólitískt batterí. Það á að vera erfitt fyrir pólitíkusa að breyta því þvers og kruss eftir eigin höfði. Þarna á að vera stöðugleiki og skýr peningamálstjórn, óháð pólitískum stöðugleika í landinu.

 

Þess vegna er það fáránlegt að lög sem eiga að verna slíkt fyrirkomulag skuli gera mönnum erfiðara fyrir að skipta út pólitíkusum í Seðlabankanum.

 

Sem maður sem trúði einu sinni á Davíð Oddsson, þá bið ég hann um að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Ég bið hann að sýna mér að ég hafi a.m.k. haft eitthvað pínkulítið fyrir mér í að kjósa hann. Ég vil ennþá helst ekki trúa því ennþá að hann myndi ríghalda sér þarna, þrátt fyrir að hafa brugðist bæði í því sem hann framkvæmdi og því sem hann hefði átt að framkvæma en gerði ekki, þrátt fyrir að við sem þjóð séum höfð að athlægi fyrir að vera með fyrrverandi Forsætisráðherra í seðlabankastjórn og þrátt fyrir þá staðreynd að hvaða Seðlabankastjóri sem er myndi sjá sóma sinn í því að segja af sér, jafnvel þó hann bæri enga raunverulega sök, ef það væri nauðsynlegur þáttur í því að skapa trúverðugleika á fjármálakerfi landsins á nýjan leik.

Davíð, þú verður að fara úr Seðlabankanum...plís.


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr. Ég sé þetta sömu augum.

Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband