4.2.2009 | 12:50
Þetta er nú bara barnalegt.
Davíð þarf að fara úr Seðlabankanum, og helst að halda sig frá pólitík í framtíðinni. Hávaxta stefnan sem hann stóð fyrir, í hagkerfi með fljótandi krónu, sem hann stóð líka fyrir, er mjög líklega grundvallar undirrót efnahagsvandans.
En þetta 'Gerum Davíð að allsherjar-Grýlu sem ber ábyrgð á öllu sem miður fer'-dæmi sem Jón Ásgeir er búinn að vera með í gangi er ekkert minna en fáránlegt.
Ég heyrði í honum Jóni Ásgeiri í útvarpinu, og hann er annaðhvort kominn með bullandi vænisýki, eða telur að í ljósi þess að Davíð er orðinn gífurlega óvinsæll og sé á útleið undir gífurlegum þrýstingi, þá sé fólk tilbúið að trúa bókstaflega hverju sem er upp á hann.
Davíð ber ábyrgð á mörgu. En leyfum ekki þeim sem bera líka ábyrgð að firra sig henni með því að reyna að ýta henni allri yfir á óvinsælasta og að mörgu leiti stærsta sökudólginn.
Baugur ber ábyrgð á eigin afkomu, Baugur ber ábyrgð á eigin ákvörðunum.
Baugur í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar fyrir utan hefur DO ekkert að segja um afsögn sína. Honum verður sagt upp ef hann segir ekki af sér.
þar af leiðandi hefur hann engin vopn til þess að krefjast þess að baugur fari fyrst..... fáránleg saga.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:01
Ef Davíð hefði enginn vopn hefði hann verð farinn fyrir löngu úr seðlabankanum og hann hefði farið um leið og stjórninn sprakk, ef þau vopn snúa að samflokksmönnum hans. DO er i londonn núna og þar er verið að berjast um eignir "skuldir" baugs.
Við erum bara ekki að sjá alla myndinna.
Guðmundur Jónsson, 4.2.2009 kl. 16:41
Hann hefur ekki "vopn" heldur rétt sem opinber starfsmaður.. Hugaðu að honum hefur hvorki verið veitt tiltal né áminning. Ekkert bendur heldur til þess að hann hafi vanrækt hlutverk sitt sem opinber starfsmaður.
Af hverju ætti hann eiginlega að hætta ef hann vill starfa áfram?
Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:45
Sammála. Davíð hefur einfaldlega ekki staðið sig í starfi og þá ekki hinir stjórarnir heldur þ.e. ef þeir hafa fengið að ráða einhverju. Hann á að axla ábyrgð en virðist ekki þekkja sinn vitjunartíma.
Líka er löngu kominn tími á að æviráðningar opinberra starfsmanna verði aflagðar. Í því skjóli haga þeir sér eins og þeir sem völdin hafa og eru ósnertanlegir. Á víðar við en í Seðló, að sjálfsögðu.
Það þarf faglega stjórnun í bankann, einn bankastjóra + stjórn. Undarlegt í meira lagi að hafa hér 3 stykki Seðlabankastjóra, enda hlegið að því í öðrum löndum.
100% rétt hjá þér með Baug, komin tími á að gambli þeirra ljúki.
Agga (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.