Það sorglega er...

Að það er eitthvað til í þessu.

Það þýðir ekki að ég sé sammála honum, eða að hann þurfi ekki að yfirgefa Seðlabankann. En það er samt alveg örugglega fleiri en ein hlið á málinu.

Það sem eftir stendur er að í Stjórnartíð Davíðs í seðlabankanum mistókst að ná verðbólgumarkmiði, og það sem hann tók ekki fram er að ástæðan fyrir því hvað bankarnir fengu auðveldlega mikið af fjármagni, er hávaxtastefna Seðlabankans.

Ég vorkenni Davíð vissulega svolítið, hann hefur gert mörg stór mistök í sinni tíð, og oft verið harkalegur og jafnvel dónalegur. En ég er ekki tilbúinn að útnefna hann allsherjarsökudólg.

Fjármálaeftirlitið ber stærri sök en Seðlabankinn varðandi eftirlit og aðhald, þó rótarorsökin séu enn sem áður stýrivextirnir og krónan. Ríkisstjórn Geirs Haarde hefði ekki átt að sofa á verðinum, þó að grunnbrestirnir hafi myndast í stjórnartíð Davíðs, og þó að einkavæðing bankanna hafi farið fram í stjórnartíð Davíðs, þá er ekki þar með sagt að allir aðrir megi kasta til höndum og þykjast ekki hafa getað gert neitt.

 

Ég held að Davíð hafi meint vel að vissu leiti með sínum stjórnvaldsákvörðunum í stjórnarsetu sinni, hann vissi sem var að einkavæðing bankanna væri nauðsynleg. Það sem klúðraðist var framkvæmdin þegar bankarnir runnu eins og smurðir niður hálsana á einkavinum, Davíðs og annarra. Hann hefur mögulega séð að í óefni stefndi undir það síðasta, og ég trúi ekki öðru en að ef svo sé hafi hann viljað beita sínum áhrifum til að koma í veg fyrir það, en það er bara þannig að í bullandi góðæri vill enginn heyra minnst á að það sé loftbóla, enginn vill grípa til ráðstafanna meðan enn er hægt að halda fyrir eyrun og vona hið besta.

Hann er fulltrúi gamla Íslands, þar sem klíkustjórn og helmingaskipti, vinargreiðar og einkavinavæðing réðu ríkjum. Hann er einn fárra manna sem komust á spenann og sugu hann til mergjar.

 

Ef við ætlum að vera á móti Davíð, verum þá fúl út í hann fyrir hroka hans, fyrir þátttöku sína í spillingunni sem var (og er), fyrir eftirlaunafrumvarpið, fyrir misvitrar ákvarðanir.

En við skulum ekki eigna honum allan heiðurinn af kreppunni. Þó vissulega sé hann einn af þeim sem bera ábyrgð á grunni hennar.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Það var sorglegt að sjá Davíð í þessu viðtali. Hann lítur greinilega svo á að það sé verið að krossfesta hann fyrir syndir annarra. Davíð Hinn Syndlausi. Einu sinni var þetta kallað "Messíasarkomplex".

Ólafur Ingólfsson, 24.2.2009 kl. 21:18

2 identicon

Upphaf falls bankana byrjaði með ees samningnum. Þetta var allt gert til að þóknast esb

Baldur M Róbertsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Alexandra Briem

Háir vextir eru, inn á við, skilaboð um að draga saman, en fyrir umheiminum eru það skilaboð um 'Hér er gott að geyma peninga, því það eru svo háir vextir', svo meðan stýrivextir eru 12%+, þá er alveg bullandi þrýstingur utanfrá að taka við erlendu lánsfé, en auðvitað ætlast erlendu lánadrottnarnir til þess að ávaxta peningana sína á þessum ofurvöxtum.

Og auðvitað eru raunvextir ekki svo háir, þetta er viss ofureinföldun. En meðan innstreymi peninga er alltaf svona jákvætt, og eftirspurn eftir krónunni er alltaf svona mikil, af því hún er alltaf á uppleið, afþví það er alltaf svo mikil eftirspurn eftir henni, af því það er svo gott að lána íslendingum peninga á þessum svaka vöxtum, þá bætir það á þrýstinginn.

Það eru önnur tól til að segja bönkum að draga saman seglin. Bindiskylda t.d. Nú ekki hagfræðingur sjálfur, en það sem mér hefur skilist á því sem af er náminu, meðal annars, er að ýmsir sérfræðingar hafa sagt að vaxtastefnan geti virkað til að gera það sem þeir reyndu að láta hana gera, en sú aðferð dugi bara fyrir töluvert stærri hagkerfi en Ísland. Hér hafi þurft að beita öðrum og fleiri aðferðum.

Seðlabankanum hefði átt að vera ljóst fyrir löngu að hávaxtastefnan væri ekki að virka, og væri faktískt að gera hlutina verri.

Alexandra Briem, 25.2.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband