Í fullkomnu samfélagi...

Væri ekki bannað að selja þessa þjónustu gegn greiðslu frekar en aðra.

 

Reyndar er þetta ekki svona einfalt, vegna þess að náttúrleg eftirspurn eftir vændi er væntanlega töluvert hærri en náttúrulegt framboð.

 

Ég held reyndar, þvert á það sem sumir sögðu í viðtali nýlega, að það séu til aðillar, bæði karlar og konur, sem eru tilbúin að framkvæma þessa þjónustu gegn ríflegri greiðslu, og geti gert það án þess að verða tiltakanlega meint af....en þessir aðillar, ef til eru, anna engan veginn eftirspurn.

 

Þess vegna er þetta vandamál, vegna þess að þessi eftirspurn er svo mikil, þá sjá óprúttnir aðillar sér sóknarfæri í að uppfylla hana....ekki sjálf, heldur með því að plata eða neyða aðra til þess. Það er einfaldlega of gróðvænlegt til þess að það gerist ekki.

 

Ég held reyndar að lagasetning sé ekki endilega góð leið til þess að koma í veg fyrir þetta vandamál. Eiturlyf eru ólögleg, ekki eru þau horfin, þau eru bara kominn dýpra í undirheimana. En ég er ekki viss um ég þekki betri lausn. Sum lönd hafa prófað að leyfa þetta og setja einfaldlega strangan lagaramma umhverfis það. Reyna að passa að enginn sé neyddur til neins, að þessi iðnaður borgi skatta eins og aðrir, að grundvallar mannréttindi séu til staðar og að mannsæmandi laun séu greidd. (þeas. nógu góð fyrir fólk til að fara út fyrir þennan þægindaramma sinn) En það hefur, að því er ég best veit, ekki alltaf skilað góðum árangri, og hefur búið til þá fáránlegu stöðu að kona fékk ekki atvinnuleysisbætur, vegna þess að hún hafði hafnað starfi sem henn  bauðst, á vændishúsi.

 

Í hnotskurn er vandamálið það, að allstaðar þarsem það er svona svakaleg eftirspurn, og svona margir tilbúnir til að borga ríflega summu til þess að fá eftirspurn sinni svarað, þá mun myndast svartur markaður með þá þjónustu. Það er óhjákvæmilegt.

Það er gott og blessað að vera á móti þessu, því við erum öll sammála um það að það sé viðurstyggilegt hvernig komið er fram við fólk sem er fast í þessari stöðu. En ég held að það sé aðallega lýðskrum að halda því fram að lagasetning geti raunverulega komið í veg fyrir þetta vandamál. Hún gerir það bara minna sýnilegt, svo venjulegt fólk geti hætt að pæla í því og liðið eins og það hafi stutt góð lög.


mbl.is Refsivert að kaupa vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að leyfa það er greinilega ekki að virka heldur. Hollendingar hafa bent á og sýnt að þrátt fyrir að vændi sé lögleitt þá minnkar það hvorki ofbeldi, né bætir öryggi þeirra sem að veita þjónustuna. Í Hollandi var samt verið að flytja inn vændiskonur ólöglega og nú er verið að reyna að sporna við afleiðingum þess að hafa lögleitt þetta. Málið er nefnilega það að vændi er ekki um kynhvöt heldur vald. Þar til að fólk fattar það þá verður svona vitleysu haldið fram.

lundi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:26

2 identicon

Lundi það er ekki rétt hjá þér að vændi snúist um "vald", það getur t.d. verið af eðlilegri kynkvöt að stríða og jafnvel týpa af sálfræði therapíu. (Sexual Surrogate).

Ekki nema að þú sért með heimildir? Eða er þetta bara stereótýpísk hegðun psudeo-feminista?

Siggi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Alexandra Briem

Nauðgun snýst um vald frekar en kynlíf, en ég er ekki viss um að vændiskaup snúist um vald, eða allavega held ég hiklaust að þau geti snúist um hvort tveggja, eða annað hvort, eftir kaupanda.

Þeir sem kaupa það eru ábyggilega bæði þeir sem af einum eða öðrum ástæðum fá það ekki frítt, og þeir sem geta svosem fengið það frítt, en vilja kannski meira eða skringilegra kynlíf en konur eru almennt tilbúnar að framkvæma frítt.

Alexandra Briem, 25.2.2009 kl. 19:36

4 identicon

Það hefur sannað sig í gegnum tíðina að ströng bönn við hlutum gera ávallt illt verra. Sem dæmi þá varð áfengisbannið í USA á þriðja áratugnum til þess að skipuleg glæpastarfsemi blómstraði og eru Bandaríkin enn að gjalda fyrir þau mistök.

Það sama gildir hér heima enda urðu Íslendingar snillingar í því að brugga landa á bannárunum og fyrir það gjöldum við enn, unglingar kaupa enn landa hér á landi og er það nánast sérdæmi að vestrænt ríki eigi við vandamál að stríða hvað varðar landasölu enda er slíkt yfirleitt tengt við þróunarríki.

Blóðug barátta gegn eiturlyfjum hefur síðan orðið til þess að skæruliðasamtök á vegum eiturlyfjabaróna halda heilu löndunum í Suður- og mið Ameríku í gíslingu. Dæmi um slík ríki eru Kólumbía, Brasília og Mexíkó. Í þessum ríkjum eiga yfir völd í blóðugu stríði við eiturlyfjabaróna sem harðnar með hverjum degi, í stríði þessu hika hvorki yfirvöld né skæruliðar við að þverbrjóta mannréttindi fólks, sbr. t.d. FARC skæruliðasamtökin í Kólumbíu og BOPE (sérsveit brasilísku lögreglunnar).

Hverju hefur stríðið gegn eiturlyfjum skilað, jú því sama og stríðið gegn alkahóli skilaði á sínum tíma, semsagt aukinni skipulagri glæpastarfsemi og nánast engri minnkun í sölu og neyslu eiturlyfja.

Varðandi vændi þá hafa Evrópuríki á seinustu árum komist að þeirri niðurstöðu að bann við vændi sé ekki jafn gagnlegt og margir halda. Í Hollandi og Þýskalandi hefur lögleiðing vændis meðal annars skilað því að vændiskonur og vændiskarlar eiga hafa fengið aðgang að stéttarfélögum sem vernda rétt þeirra líkt og annarra meðlima sinna.

Í Þýskalandi hefur reyndar verið gengið örlítið lengra en í Hollandi og tekur þýska ríkið nú virðisaukaskatt af vændi ásamt því að vændiskonur og karlar eiga rétt á því að fara reglulega í læknisskoðun á kostnað ríkisins.

Reynsla þessara ríkja hefur orðið til þess að önnur ríki Evrópu hafa tekið upp á því lögleiða vændi.

Dæmi um ríki Evrópu sem hafa lögleitt vændi: Holland, Þýskaland, Dannmörk, Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Austurríki, Belgía, Búlgaría (engin lög til um vændi), Kýpur, Tékkalnd, Eistland, Grikkland, Ísland, Írland, Ítalía, Kazakhstan (á mörkum Evrópu og Asíu), Lettland, Lichtenstein (ólöglegt, en banni er ekki framfylgt af lögreglu), Lúxemborg, Pólland, Portúgal (engin löggjöf um vændi), Spánn, Sviss,  Tyrkland (vændiskonur þurfa að sækja um atvinnuleyfi hjá stjórnvöldum), Bretland.

Fyrir utan Noreg og Svíþjóð þá eru það aðeins fyrrum Sóvíet-ríki sem banna vændi í Evrópu. Líkt og með áfengi og eiturlyf þá mun þjónar bann við vændi engum tilgangi öðrum en að friða samvisku fólks, styrkja skipulagða glæpastarfsemi og neyða vændi í undirheimana þar sem næstum ómögulegt er fyrir hið opinbera að hafa eftirlit með því.

Er því ekki skárra að læra lexíu af áfengisbanninu gamla og halda vændi löglegu þannig að hægt sé að hafa opinbert eftirlit með því og tryggja þar með réttindi og velferð vændiskvenna (og karla).

Hafsteinn (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband