Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
21.6.2008 | 16:40
Til Hamingju Ásdís
Ofboðslega gaman að sjá besta spjótkastara landsins kominn aftur í gírinn.
Það verður áhugavert að sjá hvernig henni gengur á Ólympíuleikunum. Ég efast ekki um að hún á eftir að standa sig eins og hetja.
Íslandsmet og Ólympíulágmark hjá Ásdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 10:22
Ekki eru það bara Múslimar sem eru hörundssárir.
Ég verð að viðurkenna að þetta kemur soldið flatt upp á mig.
Hélt alltaf að Vesturlandabúar almennt, og Íslendingar sérstaklega kynnu að taka gríni. Við erum einmitt nýbúin að sitja undir umræðu um hvað það sé skrítið hvað múslimar hoppuðu upp á nef sér út af nokkrum myndum af spámanninum. Við hér erum svo vön því að mega segja hvað sem við viljum, þartil það fer að kallast rógburður. Sumir verða kannski móðgaðir, eða finnst sér ofboðið, en almennt vita menn samt að um saklaust grín er að ræða í svona tilfellum.
Hvernig er það annars, á fólki ekki að finnast að það megi gera grín að rannsóknarréttinum? Ætla íslenskir Kaþólikkar virkilega að taka þann pól að þeir ætli að taka til sín gagnrýni á gamla rannsóknarréttinn?
Í þeirra sporum myndi ég sko setja sem mesta fjarlægð milli þess sem Kaþólska kirkjan er í dag, og þess sem hún gerði á miðöldum. Þeir ættu að fordæma þessa atburði, taka þátt í því að grínast með það hvað þessir menn voru lokaðir, hatursfullir og heimskir.
Ekki verja þá og taka til sín gagnrýni á þá.
Segja upp viðskiptum við Símann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 09:38
"Looks like the Bear Patrol is working like a charm"
Mér finnst þetta minna alveg ískyggilega mikið á gamlan Simpson þátt, þarsem björn ráfar inn í bæinn.
Allir bæjarbúar fara í mikið uppnám, og þrátt fyrir að það sé eini björninn sem sést hefur í bænum í áratugi er sett í gang milljóna-prógram til að hindra fleiri birni í að gera sig heimakomna (Bear Patrol í Simpson var m.a. með stealth-þotur í könnunarflugi).
Auðvitað var þetta ýkt í þessum þætti. En inntakið var hvað það væri mikill molbúaháttur að stökkva upp á nef sér og verða paranoid gagnvart einhverju, sem gerist ótrúlega sjaldan, bara vegna þess að einu sinni eða tvisvar verður vart við eitthvað sem er þannig séð mjög ólíklegt.
Ísbjarna leitað úr lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)