Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 10:46
Mun tunglið varpa skugga á sólina?
Það er aldeilis að tunglið er farið að taka upp á ótrúlegum uppátækjum í ellinni.
Eflaust bara fljótfærnis mistök hjá mbl. Ég er viss um að ef þeir hugsa málið þá vita þeir vel að tunglið er að skyggja á sólina, frá okkur séð, en það þyrfti ansi magnaðann ljósgjafa á jörðinni, og tunglið þyrfti raunar að vera töluvert stærra og nær sólu, til að farið væri að tala um að það varpaði raunverulega skugga á hana.
Stundum bara pirrandi hvað svona tækni og vísindi fréttir virðast oft skrifaðar fljótfærnislega.
Íslendingar sjá sólmyrkva í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2008 | 22:09
Djöfull getur fólk verið kvikindislegt.
Ég hafði nú hugsað mér að vera latur þennan dag og hanga heima, kíkja kannski á djammið um kvöldið.
En nú held ég að ég fari niður í bæ og sjái gönguna, svona til að sýna að við íslendingar, hvort sem við erum gay eða straight eða ljóshærð eða dökkhærð eða hvaðeina, látum ekki einhverjar fáránlegar hótanir hræða okkur.
Gay-pride gangan er fyrir löngu orðin nokkurs konar gleðiganga allra Reykvíkinga. Jújú, auðvitað er hún í kjarnann enn þess eðlis að þarna geta hommar og lesbíur og aðrir sem ekki passa nákvæmlega í mótin sem samfélagið býður upp á komið og sagt með stolti hver þau eru. Og við hin getum komið og lýst stuðningi við þau.
Þarna fögnum við íslendingar því að við búum í opnu og frjálslyndu samfélagi, þarsem öllum á að vera frjálst að fylgja sannfæringu sinni og þarsem löggjafinn segir ekki fullorðnu fólki sem engum er til ama að sumt sem er þeirra einkamál sé ekki í lagi. Þar sem allir búa við sama rétt, burtséð frá kyni, húðlit, trúarbrögðum eða kynhneigð.
Þannig samfélagi erum við stolt af að búa í, að hafa búið til.
Við látum ekki einhverja bjána með hótanir segja okkur hvernig við eigum að haga okkur.
Hótunarbréf vegna gleðigöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 11:26
Sjaldan var umhverfisvernd á Íslandi gerður verri óleikur..
en þegar svona fólk fór að beita sér í nafni hennar.
Þetta er einfaldlega barnalegt, og gerir fólki sem er einhver alvara með náttúruvernd bara erfiðara fyrir.
Að þykjast ætla að taka boði um samræður, og taka svo í brunaboða og hlaupa út??
Ég myndi fárast meira yfir þessu, en svona aðgerðir tala náttúrulega bara fyrir sig sjálfar.
Settu brunaboða í gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.7.2008 | 10:47
Hvað eru þau þá að gera heima hjá honum?
Ef það er semsagt búið að yfirgefa alla þykjustu um að vilja koma einhverjum skilaboðum til hans, eru þetta þá ekki bara umsátur og ofsóknir.
Þetta semsagt kom Friðrik ekkert við, annað en það að hann er tengdur stofnuninni sem þau vildu koma fram mótmælum við. Þetta dæmi á þá ekkert heima við útidyr hans persónulega.
p.s. lélegt þegar frétt sem maður bloggar um er eytt eða breytt. (ég er með færslu hér fyrir neðan um Saving Iceland)
Höfum ekki þörf fyrir að ræða við Friðrik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 10:03
Mikið er maður kominn með upp í kok
Af þessu Saving Iceland dæmi.
Við Íslendingar erum fullfærir um að bjarga sjálfir því sem við viljum bjarga. Við erum ekki smákrakkar sem þurfum að fá athyglissjúka öfgamenn utan úr löndum til að segja okkur hvernig á að haga hlutum hér.
Sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa augljóslega engan áhuga á að ræða málin, eins og sjá má af atferli þeirra gagnvart Friðrik Sophussyni í morgun.
Ef við ákveðum að við viljum ekki fleiri virkjanir, eða viljum ekki meiri iðnað, þá einfaldlega kjósum við flokk sem lofar slíku í kosningum.
Það væri aum ríkisstjórn sem beygði sig undir erlenda áhrifahópa og breytti stefnu sem henni er treyst fyrir í kosningum útaf einhverri frekju og apakattalátum.
Mótmæla við Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)