Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Í fullkomnu samfélagi...

Væri ekki bannað að selja þessa þjónustu gegn greiðslu frekar en aðra.

 

Reyndar er þetta ekki svona einfalt, vegna þess að náttúrleg eftirspurn eftir vændi er væntanlega töluvert hærri en náttúrulegt framboð.

 

Ég held reyndar, þvert á það sem sumir sögðu í viðtali nýlega, að það séu til aðillar, bæði karlar og konur, sem eru tilbúin að framkvæma þessa þjónustu gegn ríflegri greiðslu, og geti gert það án þess að verða tiltakanlega meint af....en þessir aðillar, ef til eru, anna engan veginn eftirspurn.

 

Þess vegna er þetta vandamál, vegna þess að þessi eftirspurn er svo mikil, þá sjá óprúttnir aðillar sér sóknarfæri í að uppfylla hana....ekki sjálf, heldur með því að plata eða neyða aðra til þess. Það er einfaldlega of gróðvænlegt til þess að það gerist ekki.

 

Ég held reyndar að lagasetning sé ekki endilega góð leið til þess að koma í veg fyrir þetta vandamál. Eiturlyf eru ólögleg, ekki eru þau horfin, þau eru bara kominn dýpra í undirheimana. En ég er ekki viss um ég þekki betri lausn. Sum lönd hafa prófað að leyfa þetta og setja einfaldlega strangan lagaramma umhverfis það. Reyna að passa að enginn sé neyddur til neins, að þessi iðnaður borgi skatta eins og aðrir, að grundvallar mannréttindi séu til staðar og að mannsæmandi laun séu greidd. (þeas. nógu góð fyrir fólk til að fara út fyrir þennan þægindaramma sinn) En það hefur, að því er ég best veit, ekki alltaf skilað góðum árangri, og hefur búið til þá fáránlegu stöðu að kona fékk ekki atvinnuleysisbætur, vegna þess að hún hafði hafnað starfi sem henn  bauðst, á vændishúsi.

 

Í hnotskurn er vandamálið það, að allstaðar þarsem það er svona svakaleg eftirspurn, og svona margir tilbúnir til að borga ríflega summu til þess að fá eftirspurn sinni svarað, þá mun myndast svartur markaður með þá þjónustu. Það er óhjákvæmilegt.

Það er gott og blessað að vera á móti þessu, því við erum öll sammála um það að það sé viðurstyggilegt hvernig komið er fram við fólk sem er fast í þessari stöðu. En ég held að það sé aðallega lýðskrum að halda því fram að lagasetning geti raunverulega komið í veg fyrir þetta vandamál. Hún gerir það bara minna sýnilegt, svo venjulegt fólk geti hætt að pæla í því og liðið eins og það hafi stutt góð lög.


mbl.is Refsivert að kaupa vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sorglega er...

Að það er eitthvað til í þessu.

Það þýðir ekki að ég sé sammála honum, eða að hann þurfi ekki að yfirgefa Seðlabankann. En það er samt alveg örugglega fleiri en ein hlið á málinu.

Það sem eftir stendur er að í Stjórnartíð Davíðs í seðlabankanum mistókst að ná verðbólgumarkmiði, og það sem hann tók ekki fram er að ástæðan fyrir því hvað bankarnir fengu auðveldlega mikið af fjármagni, er hávaxtastefna Seðlabankans.

Ég vorkenni Davíð vissulega svolítið, hann hefur gert mörg stór mistök í sinni tíð, og oft verið harkalegur og jafnvel dónalegur. En ég er ekki tilbúinn að útnefna hann allsherjarsökudólg.

Fjármálaeftirlitið ber stærri sök en Seðlabankinn varðandi eftirlit og aðhald, þó rótarorsökin séu enn sem áður stýrivextirnir og krónan. Ríkisstjórn Geirs Haarde hefði ekki átt að sofa á verðinum, þó að grunnbrestirnir hafi myndast í stjórnartíð Davíðs, og þó að einkavæðing bankanna hafi farið fram í stjórnartíð Davíðs, þá er ekki þar með sagt að allir aðrir megi kasta til höndum og þykjast ekki hafa getað gert neitt.

 

Ég held að Davíð hafi meint vel að vissu leiti með sínum stjórnvaldsákvörðunum í stjórnarsetu sinni, hann vissi sem var að einkavæðing bankanna væri nauðsynleg. Það sem klúðraðist var framkvæmdin þegar bankarnir runnu eins og smurðir niður hálsana á einkavinum, Davíðs og annarra. Hann hefur mögulega séð að í óefni stefndi undir það síðasta, og ég trúi ekki öðru en að ef svo sé hafi hann viljað beita sínum áhrifum til að koma í veg fyrir það, en það er bara þannig að í bullandi góðæri vill enginn heyra minnst á að það sé loftbóla, enginn vill grípa til ráðstafanna meðan enn er hægt að halda fyrir eyrun og vona hið besta.

Hann er fulltrúi gamla Íslands, þar sem klíkustjórn og helmingaskipti, vinargreiðar og einkavinavæðing réðu ríkjum. Hann er einn fárra manna sem komust á spenann og sugu hann til mergjar.

 

Ef við ætlum að vera á móti Davíð, verum þá fúl út í hann fyrir hroka hans, fyrir þátttöku sína í spillingunni sem var (og er), fyrir eftirlaunafrumvarpið, fyrir misvitrar ákvarðanir.

En við skulum ekki eigna honum allan heiðurinn af kreppunni. Þó vissulega sé hann einn af þeim sem bera ábyrgð á grunni hennar.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú bara barnalegt.

Davíð þarf að fara úr Seðlabankanum, og helst að halda sig frá pólitík í framtíðinni. Hávaxta stefnan sem hann stóð fyrir, í hagkerfi með fljótandi krónu, sem hann stóð líka fyrir, er mjög líklega grundvallar undirrót efnahagsvandans.

 

En þetta 'Gerum Davíð að allsherjar-Grýlu sem ber ábyrgð á öllu sem miður fer'-dæmi sem Jón Ásgeir er búinn að vera með í gangi er ekkert minna en fáránlegt.

 

Ég heyrði í honum Jóni Ásgeiri í útvarpinu, og hann er annaðhvort kominn með bullandi vænisýki, eða telur að í ljósi þess að Davíð er orðinn gífurlega óvinsæll og sé á útleið undir gífurlegum þrýstingi, þá sé fólk tilbúið að trúa bókstaflega hverju sem er upp á hann.

Davíð ber ábyrgð á mörgu. En leyfum ekki þeim sem bera líka ábyrgð að firra sig henni með því að reyna að ýta henni allri yfir á óvinsælasta og að mörgu leiti stærsta sökudólginn.

Baugur ber ábyrgð á eigin afkomu, Baugur ber ábyrgð á eigin ákvörðunum.


mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband