22.8.2008 | 11:39
Segja ekki flestir nei við nauðgunum?
Nema náttúrulega nauðgararnir sjálfir. (og ef út í það er farið er ég viss um að þeir þykjast líka segja nei þegar þeir eru ekki að framkvæma)
Meina, jújú, gott og blessað að vekja athygli á þessu málefni. En eins og þetta er sett upp hljómar eins og þeir haldi að fólki finnist bara nauðganir allt í lagi, en nú séu þeir komnir til að mótmæla.
Líka smá lykt af þessu eins og þeir séu að eigna sér þetta málefni. Strákar eru alveg á móti nauðgunum, bæði á menningarnótt og öðrum tímum, þó þeim finnist þeir ekkert endilega eiga samleið með femínistafélaginu að öllu leiti.
Segja nei við nauðgunum á menningarnótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 09:20
Í öðrum stórum fréttum er það helst..
að sá sem vinnur Visa-bikarinn í fótbólta fær ekki 10 bónusstig í Landsbankadeildinni, sá sem vinnur Friðarverðlaun Nóbels fær ekki sjálfkrafa tilnefningu sem besti leikstjóri á Óskarsverðlaunahátíðinni og sá sem vinnur Vestfjarðavíkinginn fær ekki sjálfkrafa sæti í Sjómannskeppni breskra kráareigenda.
Í alvöru, af hverju í dauðanum hefði sigur á ÓL átt að veita sjálfkrafa sæti í HM?
Ísland fer ekki á HM sama hvernig fer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2008 | 10:14
Þetta eru nú meiri mótmælin.
Þegar ég kíkti á þetta voru þarna rétt umþaðbil jafn margir mótmælendur og fréttamenn, kannski í kringum 20 manns.
Maður er samt aðeins að velta fyrir sér hvað þessir mótmælendur vilji nákvæmlega.
Eru þeir að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að vera áfram með Ólafi, þrátt fyrir allt sem gerst hafði?
Eru þeir að segja að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að stíga til hliðar fyrir fjögurra flokka stjórn sem erfitt er að segja hvort gæti gengið upp, miðað við óvissuna á F-lista, og er í eðli sínu mjög erfitt í framkvæmd. Og væri það ekki önnur hrókering út af fyrir sig?
Maður er bara soldið að velta fyrir sér nákvæmlega hver skilaboðin eru. Það er gott og blessað að standa þarna og hrópa "Hættið þessari hringavitleysu", án þess að leggja neitt gagnlegt til málanna. Þetta er erfið staða á borginni. Það er staðreynd. Menn eru að gera sitt besta til að gera gott úr þessu.
Mótmælt fyrir utan ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 13:05
Áfram Ásdís!
Ömurlegt að svona fór með olnbogann þinn.
Mér fannst samt æðislegt að sjá þig þarna úti. Þú stóðst sannarlega við mottóið að gefast aldrei upp.
Þú mátt alveg trúa því að við erum stolt af þér.
Hlakka til að sjá þig.
Ásdís: Ég átti að gera betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 09:40
Lærðu menn ekkert af Halldórs Ásgríms-málinu?
Þar kom skýrt og greinilega fram að Íslendingar vildu ekkert með það hafa að vera með forsætisráðherra sem nýtur fylgis innan við 10% landsmanna. Það var mikið bras fyrir D-listann að ná sér á strik í kjölfar þess til að bíða ekki afhroð í kosningum. Það tókst, en með herkjum.
Af þessu lærðu menn að því virðist ekki neitt. Jújú, auðvitað er sitthvort fólkið í landsmálum og í borgarmálum. En maður gæti haldið að einhver hefði getað pikkað í öxlina á Villa, Hönnu eða Gísla og hvíslað "Hey, smá hint, vond hugmynd" þegar það var ákveðið að ganga í samstarf við Frjálslynda flokkinn og mynda nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni...manni sem naut stuðnings, hvað var það, tæp 2% borgarbúa?
En fyrstu mistökin voru náttúrulega að búa til meirihlutasamstarf með Framsókn strax eftir kosningar. Mikið óskaplega varð ég pirraður. Hefði verið hæstánægður ef Framsókn hefði fengið einu sæti færri í kosningunum.
Ef maður skoðar atburðarásina skref fyrir skref, eftir að samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks brast, þá er í sjálfu sér hvert skref frekar skiljanlegt, en niðurstaðan samt fáránleg.
Auðvitað var komið í óefni. Einhver fjögurra flokka ómynd var komin með stjórnina í borginni og Sjálfstæðisflokkurinn auðmýktur af OR málinu og öllu málinu við Björn Inga.
Eina leiðin til að taka stjórnina aftur var að fá einhvern úr nýja meirihlutanum, og þar lá Ólafur vel við höggi, þarsem hann hafði aldrei tekið beinan þátt í að mynda nýju borgarstjórnina. Og þá voru ekki margir hlutir sem hægt var að bjóða honum sem væru nægilega feitir bitar. Eitt sem dugði var að bjóða honum borgarstjórastöðuna um tíma, í þeirri von að sá tími myndi ekki fara of illa með borgarmálin, fólk myndi ekki fárast um of, og að tími myndi vinnast til að koma öllu í lag á árinu fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það var visst veðmál.
Og eins og sjá má á þessum nýjustu atburðum, þá gekk það ekki eftir. Samstarfið við Ólaf var að gera út af við Sjálfstæðisflokkinn, fylgið hrynur með hverri könnuninni. Og þó svo þeir hefðu getað tekið stjórnvölin að miklu leiti á næsta ári, þá hefði það verið blóðugt að vinna borgina í ár á kostnað stöðu flokksins sem forystuafls. Jafnvel á landsvísu.
Ég er svona eiginlega mest fúll yfir því hversu rækilega Sjálfstæðisflokknum tókst að kúka upp á bak, þá sérstaklega Vilhjálmi, þegar þeir höfðu gullið tækifæri til að breyta aðeins til í borgarmálum eftir árin með R-listanum.
Ég er eiginlega ennþá að vona að einhverskonar samstarf um meirihluta náist milli Sjálfstæðisflokks og einhvers annars. Vil það frekar en 4ja flokka dæmið aftur.
Það liggur í loftinu að það verði við Framsókn. Ég held að það yrðu mistök. Á einhverjum punkti er það betra að tapa en að halda of lengi dauðahaldi í völdin.
Á hinn bóginn sé ég ekki fyrir að VG eða Samfylking nenni að stíga inn í þetta vesin allt. Auðvitað má sjá það þannig að ef annarhvor þeirra gerði það, og allt félli í ljúfa löð og kjörtímabilið gengi eins og í sögu eftir það, þá gæti viðkomandi flokkur að miklu leiti eignað sér það. En ég held þeir vilji frekar sjá Sjálfstæðisflokkinn brotlenda.
Taktískt séð, þá held ég að það hefði verið klókt af Sjálfstæðisflokknum að leyfa 4ja flokka stjórninni að skakklappast gegnum kjörtímabilið, þeir hefðu sjálfir getað spilað fórnarlamb svika og pretta, sérstaklega ef Villi hefði asnast til að segja af sér þegar ljóst var orðið að borgarbúar treystu honum ekki lengur. Svo hefðu þeir getað miðað á að taka þetta með trompi 2010.
Það er e.t.v. ennþá hægt, ef hinir fjórir flokkarnir vilja ennþá mynda 4ja flokka stjórnina. Þó auðvitað sé ekki hægt að fara út og fá jafn mikla samúð og mögulega hefði verið hægt í fyrra skiptið. Og allt væri náttúrulega unnið fyrir gíg ef fjögurra flokka stjórnin stæði sig svo eins og hetja, öllum að óvörum.
Allavega, stjórnmálamenn framtíðarinnar mega draga lærdóm af þessu.
Kjósendur vilja ekki 4+ mismundandi stjórnarsamstörf á sama kjörtímabilinu.
Kjósendur vilja ekki samstarf sem setur menn með örfylgi í æðstu stöðu.
Kjósendur vilja ekki heldur að menn í æðstu stöðum séu með hroka og sjái stöðu sína sem eitthvað annað en hún er, sérstaklega ef þeir hafa ekkert persónulegt fylgi og hún er bara hrossakaup.
Kjósendur vilja að sjórnmálamenn taki ábyrgð á gerðum sínum, og gjaldi fyrir það ef þeir gera afdrifarík mistök.
Eins og staðan er í dag, þá held ég að það sé mjög sterkur leikur hjá Gísla Marteini að fjarlægjast leikinn aðeins. Hann er enn frekar vinsæll, hefur ekki gert neitt rangt sérstaklega, og þó hann hafi kannski ekki gert neitt einstaklega framúrskarandi gott í borginni, þá fer gott orð af þeim verkefnum sem hann sjálfur hefur tekið persónulega þátt í. Hann getur komið aftur að ári, með meiri menntun, og hversu illa sem kann að fara á meðan, þá óhreinkar það hann ekki mikið persónulega. Mætti jafnvel líta á hann sem plan-b fyrir D-listann. Ef allt fer í óefni, þá er gott að einn af stóru spilurunum geti snúið aftur, hreinn og óflekkaður, og leitt flokkinn í kosningum. Auðvitað er erfitt að segja nákvæmlega hvað hann myndi gera ef allt fellur í ljúfa löð og Hanna Birna tryggir stöðu sína sem leiðtogi D-lista í borginni. En þá eru landsmálin alltaf möguleiki.
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 09:38
Þetta kemur kannski úr hörðustu átt, en...
Hann hefur samt lög að mæla.
Auðvitað hefur Bush ekki ýkja mikið tilkall til þess að tala um að menn þurfi að virða alþjóðalög.
Rússar eru að nýta sér uppreisnarhópa innan sjálfstæðs nágranna-ríkis með lýðræðislega kjörna stjórn, sem afsökun til að fara inn með hervaldi og hreinlega leggja undir sig góðan hluta landsins. Mætti leiða að því líkum að þeir hyggjist hreinlega leggja undir sig S-Ossetíu, undir þeim formerkjum að þar búi svo mikið að fólki af Rússnesku bergi brotið. Ef svo er, þá er þetta miklu nær því sem Hitler gerði í seinni heimsstyrjöldinni en því sem Bandaríkin hafa verið að gera í Afghanistan og Írak.
Hvorki Írak né Afghanistan höfðu lýðræðislega kjörna stjórn.
Nú er Georgía búin að gera fátt annað en að biðja um vopnahlé. Þeir gengu meira að segja svo langt að lýsa yfir einhliða vopnahléi, þartil það varð ljóst að Rússar ætluðu ekki að virða það heldur bara nýta það til að fara enn lengra inn í Georgíu.
Við erum ekki að tala um einhverja stríðsjarla eða einræðisherra hérna.
Og þó það sé kannski erfitt að kyngja því, þá eru Bandaríkin þrátt fyrir allt eitt af fáu ríkjunum sem getur gert eitthvað í því að Rússar séu með yfirgang.
Evrópa getur mótmælt, en Rússar hafa sýnt að þeir eru ekkert feimnir við að skrúfa fyrir olíu og gas til Evrópu ef hún hefur sig ekki hæga. Kínverjar hafa engan áhuga á að stöðva þetta, og S.Þ. .... Rússar hafa fastasæti í öryggisráðinu og neitunarvald gagnvart öllum meiriháttar ákvörðunum.
Það er auðvelt að gagnrýna Bandaríkin. En ástæðan fyrir því að við gagnýnum Bandaríkin er ekki sú að þeir séu verstir af stóru ríkjunum. Þeir sem láta þannig eru að blekkja sjálfa sig. Ef við berum þá saman við Kínverja eða Rússa, þá eru þeir hiklaust...tja, ef ekki "góði kallinn" þá allavega "töluvert skárri kallinn"
Hver sem efast um það ætti að skoða frelsi fjölmiðla í Rússlandi, hvernig Pútín hefur fært allt vald yfir á skipaða embættismenn frá kjörnum fulltrúum, tekið fyrirtæki eignarnámi sem þóknast ekki ríkinu og fangelsað stjórnarmenn, og svo mætti lengi telja.
Ástæðan fyrir að við gagnýnum BNA er að þeir gefa sig út fyrir að vera bestir, réttsýnastir, með mest lýðræði og svo framvegis. Og þess vegna stingur það mest í augun þegar þeir ganga þvert á allar slíkar hugsjónir.
Rússar hafa aldrei gefið sig út fyrir annað en að vera stórveldi sem svífst einskis til að ná sínum 'réttmæta sessi' sem leiðandi afl í heiminum.
Ef Bandaríkin eru viljug til að beita sér gegn því sem er að gerast í Georgíu, þá er það af hinu góða. Burt séð frá því sem maður vill etv. segja um stjórn Bandaríkjanna, útaf fyrir sig.
Bush aðvarar Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 10:46
Mun tunglið varpa skugga á sólina?
Það er aldeilis að tunglið er farið að taka upp á ótrúlegum uppátækjum í ellinni.
Eflaust bara fljótfærnis mistök hjá mbl. Ég er viss um að ef þeir hugsa málið þá vita þeir vel að tunglið er að skyggja á sólina, frá okkur séð, en það þyrfti ansi magnaðann ljósgjafa á jörðinni, og tunglið þyrfti raunar að vera töluvert stærra og nær sólu, til að farið væri að tala um að það varpaði raunverulega skugga á hana.
Stundum bara pirrandi hvað svona tækni og vísindi fréttir virðast oft skrifaðar fljótfærnislega.
Íslendingar sjá sólmyrkva í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2008 | 22:09
Djöfull getur fólk verið kvikindislegt.
Ég hafði nú hugsað mér að vera latur þennan dag og hanga heima, kíkja kannski á djammið um kvöldið.
En nú held ég að ég fari niður í bæ og sjái gönguna, svona til að sýna að við íslendingar, hvort sem við erum gay eða straight eða ljóshærð eða dökkhærð eða hvaðeina, látum ekki einhverjar fáránlegar hótanir hræða okkur.
Gay-pride gangan er fyrir löngu orðin nokkurs konar gleðiganga allra Reykvíkinga. Jújú, auðvitað er hún í kjarnann enn þess eðlis að þarna geta hommar og lesbíur og aðrir sem ekki passa nákvæmlega í mótin sem samfélagið býður upp á komið og sagt með stolti hver þau eru. Og við hin getum komið og lýst stuðningi við þau.
Þarna fögnum við íslendingar því að við búum í opnu og frjálslyndu samfélagi, þarsem öllum á að vera frjálst að fylgja sannfæringu sinni og þarsem löggjafinn segir ekki fullorðnu fólki sem engum er til ama að sumt sem er þeirra einkamál sé ekki í lagi. Þar sem allir búa við sama rétt, burtséð frá kyni, húðlit, trúarbrögðum eða kynhneigð.
Þannig samfélagi erum við stolt af að búa í, að hafa búið til.
Við látum ekki einhverja bjána með hótanir segja okkur hvernig við eigum að haga okkur.
Hótunarbréf vegna gleðigöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 11:26
Sjaldan var umhverfisvernd á Íslandi gerður verri óleikur..
en þegar svona fólk fór að beita sér í nafni hennar.
Þetta er einfaldlega barnalegt, og gerir fólki sem er einhver alvara með náttúruvernd bara erfiðara fyrir.
Að þykjast ætla að taka boði um samræður, og taka svo í brunaboða og hlaupa út??
Ég myndi fárast meira yfir þessu, en svona aðgerðir tala náttúrulega bara fyrir sig sjálfar.
Settu brunaboða í gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.7.2008 | 10:47
Hvað eru þau þá að gera heima hjá honum?
Ef það er semsagt búið að yfirgefa alla þykjustu um að vilja koma einhverjum skilaboðum til hans, eru þetta þá ekki bara umsátur og ofsóknir.
Þetta semsagt kom Friðrik ekkert við, annað en það að hann er tengdur stofnuninni sem þau vildu koma fram mótmælum við. Þetta dæmi á þá ekkert heima við útidyr hans persónulega.
p.s. lélegt þegar frétt sem maður bloggar um er eytt eða breytt. (ég er með færslu hér fyrir neðan um Saving Iceland)
Höfum ekki þörf fyrir að ræða við Friðrik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)