Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
28.1.2009 | 16:09
Be careful what you wish for.
You just might get it.
Það er nú fyndið að lagaumhverfi sem er hannað til þess að Seðlabankar séu tiltölulega óháðir Ríkisstjórnum, sé farið að vernda pólitískasta Seðlabankastjóra fyrr og síðar.
Það er góð og gild ástæða fyrir því að Seðlabankar eigi að hafa töluvert sjálfstæði frá stjórnvöldu, að ný Ríkisstjórn geti ekki bara komið á mánudegi og verið búin að skipta út seðlabankastjórn á þriðjudegi eins og hún væri ráðuneyti.
Ríkisstjórn á ekki, í lýðræðislegu samfélagi, að geta hringt upp í Seðlabanka og pantað stýrivaxtabreytingu....enda á Seðlabanki að vera ópólitískur og faglegur. Í bandaríkjunum minnir mig að það geti tekið áratugi að skipta út seðlabankastjórn eins og hún leggur sig.
Þetta á nefnilega ekki að vera pólitískt batterí. Það á að vera erfitt fyrir pólitíkusa að breyta því þvers og kruss eftir eigin höfði. Þarna á að vera stöðugleiki og skýr peningamálstjórn, óháð pólitískum stöðugleika í landinu.
Þess vegna er það fáránlegt að lög sem eiga að verna slíkt fyrirkomulag skuli gera mönnum erfiðara fyrir að skipta út pólitíkusum í Seðlabankanum.
Sem maður sem trúði einu sinni á Davíð Oddsson, þá bið ég hann um að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Ég bið hann að sýna mér að ég hafi a.m.k. haft eitthvað pínkulítið fyrir mér í að kjósa hann. Ég vil ennþá helst ekki trúa því ennþá að hann myndi ríghalda sér þarna, þrátt fyrir að hafa brugðist bæði í því sem hann framkvæmdi og því sem hann hefði átt að framkvæma en gerði ekki, þrátt fyrir að við sem þjóð séum höfð að athlægi fyrir að vera með fyrrverandi Forsætisráðherra í seðlabankastjórn og þrátt fyrir þá staðreynd að hvaða Seðlabankastjóri sem er myndi sjá sóma sinn í því að segja af sér, jafnvel þó hann bæri enga raunverulega sök, ef það væri nauðsynlegur þáttur í því að skapa trúverðugleika á fjármálakerfi landsins á nýjan leik.
Davíð, þú verður að fara úr Seðlabankanum...plís.
Davíð undir væng Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2009 | 10:43
Kominn tími til.
Ég held að þetta sé löngu tímabært.
Stjórnarskráin gamla er fyrir löngu búin að sýna vanmátt sinn.
Þrískipting ríkisvaldsins á Íslandi er brandari, við erum með gagnslaust forsetaembætti, sem enginn veit samt nákvæmlega hversu gagnslaust er.
Það er eins og það hafi verið þegjandi samkomulag um að láta aldrei reyna á stjórnarskrána, því það væri of mikið vesin að fara að skoða nákvæmlega hvað hún segir, hvað ræður þegar ákvæði í einum kafla virðist stangast á við ákvæði úr öðrum, o.s.frv. Það hefur bara myndast viss hefð í kringum hvað sumir álíta að stjórnarskráin ætti að segja, og svo hefur verið látið eins og það sé staðreyndin.
Það sér það hver sem vill að þetta gengur ekkert til lengdar.
Og það er samt fyrir utan það að þingræðisfyrirkomulagið er í raun forngripur frá 18.-19. öld, með löngum sumar og jólafríum, og í raun í engan stað í stakk búið til að búa til og viðhalda fullnægjandi lagaumhverfi á 21. öldinni þarsem hlutirnir gerast töluvert hraðar en á 18. öld. Þá var alveg nóg að hittast öðru hverju á ári til að fara yfir hlutina.
Hluti af því sem olli bankahruninu var það að bankageirinn breytist og nýtti sér markaðsaðstæður um leið og tækifærin komu upp, ef mönnum virtist geta verið gróði í því, með mun meiri hraða en þingræðisfyrirkomulagið gat fylgt eftir eða sett lög í kringum.
Fyrirtæki hafa tekið stórstígum framförum á síðustu 200 árum, við erum búin að finna upp hagfræði og kapítalisma, sem virka satt að segja of vel til síns brúks. Fyrirtæki sem þrífast í dag, gera það vegna þess að þau verða ofan á í alveg svakalegri samkeppni, fullnýta sitt fólk og bestu fáanlegu tækni hvers tíma.
Það er ekki í raun hægt að sakast við fyrirtæki fyrir að gera allt sem þau geta til að hámarka gróða....til þess eru þau hönnuð og það er þeirra hlutverk.
Mótvægið er svo löggjöfin. Hún á að setja fyrirtækjum takmörk, skilgreina hversu langt þau mega ganga, hvað þau megi ekki gera, og hvaða viðurlög eru við því að brjóta þann ramma.
Á Íslandi, og reyndar í heiminum öllum, hefur gamla 18. aldar þingræðisfyrirkomulagið gjörsamlega brugðist í þessu hlutverki sínu.
Það er einfaldlega ekki í stakk búið til þess. Okkur skortir stjórnarfarslegan jafninga við kapítalismann.
Því höfum það alveg á hreinu, ég er ekki á móti kapítalisma, hann svínvirkar og er besta aðferðin til að hámarka hagsæld. En það er gagnslaust ef hann er ekki látinn gera það.
Við stöndum á krossgötum, við getum annaðhvort ákveðið að standa fyrir raunverulegri breytingu á því hvernig við höndlum okkar stjórnsýslu, hvernig við setjum lög og framfylgjum þeim, og búum til þjóðfélag sem er fært um að nýta sér kapítalismann öðruvísi en þannig að hann fái að kollríða hverju sem honum sýnist, eða við getum lappað upp á gamla kerfið, kosið nýtt fólk, sem er samt í raun það sama og gamla fólkið, og látið það beita sömu gömlu 18. aldar aðferðunum.
Ég styð breytingar á þessu sviði heilshugar, það er löngu löngu tímabært. Hver er með mér?
Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2009 | 15:09
Ekkert væl Hörður.
Þetta er næstum nákvæmlega það sem ég vildi.
Eina sem gæti verið betra er ef Ríkisstjórnin segði af sér og við tæki utanþingsstjórn, þá væri þetta nákvæmlega það sem ég vil.....tja, og það að Geir væri ekki með krabbamein, það er auðvitað ferlegur sjúkdómur sem enginn ætti að hafa og ég óska honum alls góðs í baráttunni við það.
En mér liggur ekki svona mikið á kosningum. Ég vil gefa nýjum framboðum tíma til að myndast, ef við þvingum kosningar strax verður það bara niðurstaðan að VG mynda stjórn, annaðhvort með Framsókn eða leyfunum af Samfylkingu....eða þá bara einir.
Ég vil ekki kjósa neinn af flokkunum sem eru til staðar núna. Maí er rétt tæplega nógur tími til að mynda nýtt alvöru framboð, en fyrst við fáum ekki bráðabirgðastjórn á meðan er ágætt að draga þetta ekki of lengi heldur.
Og auðvitað ætti einhver að segja af sér, það er augljóst....en fyrst þeir gera það ekki, þá látum við þá bara finna fyrir því í kosningunum.
Höldum áfram útifundi og minnum á það fram að kosningum hverjir eigi ekki skilið atkvæði.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 15:45
Þetta gengur nú út yfir allan þjófabálk.
"Við erum að sprengja ykkur, en trúið mér, það er ykkur fyrir bestu"
Eru menn búnir að gleyma því að þarna býr saklaust fólk?
Eru menn búnir að gleyma því að þarna er lýðræðislega kjörin stjórn?
Eru menn almennt búnir að gleyma því að Palestínumenn eru manneskjur?
Livni: Hernaður þjónar hagsmunum beggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2009 | 22:07
Sumir vita ekki hvað orðið 'andhetja' þýðir.
Andhetja er ekki bófi, illmenni eða morðingi, heldur hetja sem uppfyllir ekki staðalmynd hetjunnar. Í íslenskum bókmenntum er þetta kallað dökk hetja.
Skarphéðinn Njálsson úr Njálu var andhetja, Batman er andhetja.
William Zantzinger var hinsvegar bara morðingi og hrotti og einskis konar hetja.
Andhetja Dylans látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)